Færsluflokkur: Menning og listir
15.12.2007 | 11:42
Jólasveina haiku :: Þvörusleikir
Þvörusleikir mjór
frelsaði pottasleifar
eldabuskum frá
Ég rakst á þessa mynd hjá Þjóðminjasafninu.
Menning og listir | Breytt 17.12.2007 kl. 07:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.12.2007 | 06:31
Jólasveina haiku :: Stúfur
Stúfur hét stubbur
sem pönnur gjarnan hirti
og innúr þeim skóf
Myndin er að venju tekin af vef Þjóðminjasafnsins (sem veit ekkert af því).
13.12.2007 | 13:53
Jólasveina haiku :: Giljagaur
Giljagaur í fjós
með gráan hausinn sótti
mjólkurfroðu stal
Mynd stolið (í þetta sinn) af vef Þjóðminjasafnsins.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 13:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.12.2007 | 13:28
Jólasveina haiku :: Stekkjastaur
Fyrir nokkrum árum samdi ég jólasveina haiku í tilefni þess að jólasveinarnir fóru að týnast til byggða. Þetta er sú fyrsta enda kom sá fyrsti í morgun. Njótið vel.
Hann Stekkjastaur vill
ærnar stirðfættur sjúga
það gengur ei vel
Ljósmyndin er fengin að láni frá vef Þjóðminjasafnsins.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 13:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.9.2007 | 19:36
Four Yorkshiremen - Monty Python
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 19:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.9.2007 | 17:46
Skegg á skegg ofan (eða Úrslit heimsmeistarakeppninnar í alskegg- og yfirvarahárvexti 2007)
21.8.2007 | 08:51
The 17th century women's guide to looking good
Eintak fágætar handbókar frá árinu 1694, The Ladies' Dictionary: being a General Entertainment for the Fair Sex, verður boðið upp í næsta mánuði.
Í henni er að finna ráð varðandi megrun, make-up, stefnumót en aðallega er fjallað um það sem hrjáir konur enn þann dag í dag en það er skvapholdið.
20.8.2007 | 11:01
Snilldarúttekt á týpum fréttabloggara
18.8.2007 | 18:37
Sultukeppni og grænmetismarkaður
Fjölskyldan skrapp upp í Mosfellsdal á grænmetismarkaðinn þar. Við höfum lengi ætlað að fara og nokkrum sinnum rennt við en þá var enginn markaður í gangi. Nú höfðum við erindið sem erfiði og upplifðum lokin á sultukeppninni.
Við keyptum helling af hollustu og tvær krukkur af sultu en fórum áður en úrslit sultukeppninnar lágu fyrir, enda skemmtilegra að velta því fyrir sér hvort maður hafi nú rambað á úrvalssultuna sem hlaut náð fyrir augum og bragðlaukum sultudómnefndarinnar.
Það verður amk mikil pæling yfir ísnum með hindberjasultunni hvort hún hafi unnið eða hvort rabbabarasultan með klementínum og engifer hafi haft betur. Hvort sem er þá hafa bragðlaukarnir okkar unnið, því þetta eru úrvals sultur báðar tvær.
11.8.2007 | 13:15
Fyrir unnendur þýðverska lýðveldisins og aðra áhugamenn...
Lestur þessarar greinar minnti mig á margar góðar stundir sem ég hef átt á þeim stað sem um er fjallað. Nú er ekki laust við að maður sakni liðinna ára í Þýskalandi hinu góða.
Hver veit nema maður reyni að endurvekja þessar minningar hér heima á Fróni, veit einhver hvar hægt er að fá svona fínheit?
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 13:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Gúrúinn lætur ljós sitt skína í myrkri annarra...
Nýjustu færslur
- Hættur á blog.is og farinn á the.guru.is
- Davíð útilokar ekki endurkomu í stjórnmálin.
- Hlutir settir í samhengi - með 2000 ára millibili
- Væntanlegur dómsmálaráðherra skilur ekki hvers vegna mótmælen...
- Hagfræði fyrir byrjendur!
- Flott "ekkisvar"
- Eina leiðin til að reka óráðamenn þar sem þeir hafa ekki siðg...
- Bankarnir þrír sameinaðir í einn: Gleðibankann
- "Ekkert að óttast - engin kreppa" segir Geir H. Haarde, nei f...
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- haiku
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- senryu
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- tanka
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Viska
- Vísindi og fræði
Nota Bene
Ýmislegt
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 37940
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar