Færsluflokkur: Menning og listir
2.8.2007 | 15:05
Háttvirtur alþingismaður sunnlendinga ennþá stjórnlaus
Ég hef ekki lagt það í vana minn að hafa stór og ljót orð um menn eða málefni. Ég ætla ekki að gera það hér. Hins vegar skil ég ekki hvers vegna sunnlenskir kusu þennan mann á þing. Það er að minnsta kosti ljós að fangelsisdvölin kenndi honum fátt og iðrun er ekki eitt af því. Sennilega hefur hann lært það eitt að maður á ekki að láta hanka sig.
Segjast ekki hafa treyst sér lengur til að bera ábyrgð á Árna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.8.2007 | 14:42
Rökstuðningur
Hver er rökstuðningurinn fyrir gegnlagningu Löffa? Hér er einungis um hálffrétt að ræða. Hvar er vaskur fréttamaður að redda þeim upplýsingum sem á hana vantar þegar hans er þörf?
Burtséð frá því hvort Goldfinger sé löglegur, siðlegur eða hver kyns -legur þá finnst mér það vera alvarlegt mál að neita um áframhaldandi leyfi til reksturs án nokkurs rökstuðnings og þar með kippa fótunum undan bullandi rekstri.
Er það nú stefna hjá Lögregluembættinu að leggjast gegn öllum endurnýjunum strippleyfa?
Hvar er afgangurinn af fréttinni????
Goldfinger missir leyfi til nektarsýninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.8.2007 | 09:33
Föstudagsglaðningurinn Uncyclopedia á fimmtudegi (í tilefni húkkaraballs og fleira)
Ég rakst á þennan úrvalsvef, sem er eins konar föstudagsvefur. Hann fær að fljóta út á straumharðar rásir Internetsins þar sem verslunarmannahelgin er yfirvofandi og húkkaraball í kvöld (eru ekki flest böll húkkaraböll annars? - en það er tilefni í aðra færslu).
Hvað um það, hér er þessi eðalvefur. Njótið vel, líka helgarinnar.
31.7.2007 | 10:45
Hlaðvarp, tónhlöður og orðhengilsháttur
Gott og vel. Fínt að nota íslensk orð sem mest en er hlaðvarp gegnsætt orð? Hvers vegna er podcast ekki notað í fyrirsögninni líka? Og ef út í það er farið hvers vegna heitir hlaðvarpsvefslóð mbl.is ekki hladvarp heldur podcast? Slóðin er mbl.is/podcast en svo kalla þeir podcast hlaðvarp? Stúbidd! Og til að kóróna allt, þá heitir bloggsíðan eða umræðusíðan ekki podcast.blog.is heldur hladvarp.blog.is. Skilur einhver þetta?
Tónhlaða? Hvers vegna komst það ekki á listann yfir fallegustu íslensku orðin?
Hlaðvarp á mbl.is | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 11:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.5.2007 | 23:02
Hver á tónlistina?
Ég rakst á þessa grein Pálma Gunnarssonar og hvet alla til að kynna sér hana. Réttindaleysi tónlistarmanna er sláandi og sérstaklega sorglegt að lesa athugasemd Ómars Ragnarssonar.
Ég veit að þetta er svona enda hef ég fylgst með og oft rætt þess mál við vin minn, Hörð Torfa. Hann hefur sagt mér svakalegar sögur úr bransanum þegar maður er ekki hjá þessu eina útgáfufyrirtæki sem öllu ræður og þykist selja alla tónlist jafnt.
Er ekki málið að menn hika ekki við að stela tónlist (af netinu og víðar) vegna þess að þeir vita að þeir eru að stela frá Fyrirtækinu en ekki listamanninum sem Fyrirtækið er búið að misnota? Ég er viss um að fólk hætti að stela tónlist mikið til ef það vissi að listamaðurinn sjálfur fengi þann pening sem hann á skilið.
Hvað um það, lesið greinina hans Pálma.
14.2.2007 | 09:56
Single Awareness Day
Í dag halda margir upp á Valentínusardaginn og gefa mörg pör og verðandi pör hvoru öðru einhverjar gjafir vegna þess. Gjafahefðin er nýtilkomin sem reyndar dagurinn sjálfur á Íslandi og er gott dæmi um hversu miklar kaupkindur Íslendingar eru að láta pranga inn á sig svona ammrískum cheesy-day.
Hins vegar hafa margir sem eru einhleypir ekkert við þennan Valentínusardag að gera enda ekki gaman að vera til þegar maður fær engar gjafir og hefur engan til að dekra við. Þess vegna hafa einhleypir tekið upp einhleypingadaginn eða Single Awareness Day. Þeir hópast þá saman til að ýmist halda upp á einhleypuna eða sýta hana.
Ég styð einhleypinga heils hugar enda hef ég verið einn af þeim. Því segi ég: Happy SAD!
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 18:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.2.2007 | 09:35
Járnfrúin skekur
Járnfrúin skekur
indverska aðdáendur
í fyrsta skipti
Járnfrúin ætlar að rokka á Indlandi í fyrsta sinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.2.2007 | 08:39
Getur kassaform verið danskt?
Danskur kúbismi
heillaði Kjarval um sinn
verk hans fannst loksins
Kúbískt verk eftir Kjarval komið fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.2.2007 | 20:36
Kynlífsfræðin breysk
Kynlífsfræðin breysk
í huga þriðjungs breskra
Reuters segir frá
Bretar illa að sér í kynlífsfræðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Gúrúinn lætur ljós sitt skína í myrkri annarra...
Nýjustu færslur
- Hættur á blog.is og farinn á the.guru.is
- Davíð útilokar ekki endurkomu í stjórnmálin.
- Hlutir settir í samhengi - með 2000 ára millibili
- Væntanlegur dómsmálaráðherra skilur ekki hvers vegna mótmælen...
- Hagfræði fyrir byrjendur!
- Flott "ekkisvar"
- Eina leiðin til að reka óráðamenn þar sem þeir hafa ekki siðg...
- Bankarnir þrír sameinaðir í einn: Gleðibankann
- "Ekkert að óttast - engin kreppa" segir Geir H. Haarde, nei f...
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- haiku
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- senryu
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- tanka
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Viska
- Vísindi og fræði
Nota Bene
Ýmislegt
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 37940
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar