Færsluflokkur: Matur og drykkur

Raunverulegur matur? eða very old McDonald og borgaranir hans

Rakst á þetta myndband hjá bloggvinkonu minni, Naglanum.

Held að það ætti að sjást sem víðast. Takið sérstaklega eftir síðustu setningunum í myndbandinu...

 

 


Gefið almennilega jólagjöf...

The Hunger Site
Smellið á myndina til að gefa ókeypis mat!

Gleðileg jól.


Hvernig kaffi ertu?

 Ég er  Bankakaffi.

 

Samkvæmt því er ég harðduglegur og vinnusamur einstaklingur sem mætir fyrstur allra á kontórinn og fer síðastur heim. Vinnufélagar mínir líta upp til mín og hugsa með sér í hljóði hvaðan ég fái alla þessa orku.

 

Þeir vita ekki sem er. Ég fær nefnilega allan dugnaðinn úr bankakaffinu góða.

 

Bankakaffi er samheiti fyrir gamla góða uppáhellinginn en dregur nafn sitt af ókeypis kaffi í bönkum. VARÚÐ: Ef bankakaffi fær að standa á brúsanum of lengi verður það súrt.

 

 

Samkvæmt kaffiprófinu er ég
Bankakaffi!
..sívinsælt og bráðnauðsynlegt.
Hvernig kaffi ert þú eiginlega?

Sultukeppni og grænmetismarkaður

 

Fjölskyldan skrapp upp í Mosfellsdal á grænmetismarkaðinn þar. Við höfum lengi ætlað að fara og nokkrum sinnum rennt við en þá var enginn markaður í gangi. Nú höfðum við erindið sem erfiði og upplifðum lokin á sultukeppninni.

 

Við keyptum helling af hollustu og tvær krukkur af sultu en fórum áður en úrslit sultukeppninnar lágu fyrir, enda skemmtilegra að velta því fyrir sér hvort maður hafi nú rambað á úrvalssultuna sem hlaut náð fyrir augum og bragðlaukum sultudómnefndarinnar.

 

Það verður amk mikil pæling yfir ísnum með hindberjasultunni hvort hún hafi unnið eða hvort rabbabarasultan með klementínum og engifer hafi haft betur. Hvort sem er þá hafa bragðlaukarnir okkar unnið, því þetta eru úrvals sultur báðar tvær. 


Innpakkaðir kálbögglar í náttfötum?

Þeir snæða saman "óformlegan hádegisverð" og það í "gæsalöppum" !!

Þegar ég tek mig til þá snæði ég óformlega hádegisverð. Þeir hafa væntanlega gert það sama, þ.e. snætt óformlega saman hádegisverð.

Annars þætti mér gaman að vita hvernig hádegismatur "óformlegur hádegismatur" er. Innpakkaðir kálbögglar í náttfötum? Eyvindur á inniskóm? Lausgirt bjúgu? Myndir óskast, takk!


mbl.is Bush og Sarkozy snæða saman „óformlegan hádegisverð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pizza Hut Horror

Fór með smáfjölskylduna (þ.e. unglingurinn var ekki meðferðis) á Pizza Hut í gærkvöldi. Þvílik upplifun! Biðum í 40 mínútur eftir því að fá að vita að "ólag var í tölvunni" og pöntunin okkar hafði týnst. Þjóninn (ef það er hægt að kalla unglinginn það sem tilkynnti okkur tíðindin) sór og sárt við lagði að við værum komin með matinn á borðið eftir rétt rúmar 5 mínútur. Með þá staðfestingu létum við til leiðast og pöntuðum aftur. Um það bil korteri seinna kom svo maturinn en þá tók ekki betra við. Mér var boðin einhver kjúklingapizza sem ég hafði ekki pantað og svo kom í ljós að "rétta" pöntunin mín fannst en þjónspilturinn hafði þá náð að klúðra henni líka. Ég tók við því sem hann hafði valið handa mér enda nenntum við ekki að bíða lengur. Það var haft á orði að ég skyldi biðja um afslátt við borgun en ég bendi nú á að ég ætti ekki að þurfa að gera það, staðurinn ætti hreinlega að bjóða mér það að fyrra bragði.

Svo kom í ljós að maturinn minn var með jalapenos sem ég er hættur að þola og því sleppti ég að snæða þarna en stal mér sneið frá dótturinni.

Svo þegar kom að borgun þá tilkynnti ég að ég hyggðist ekki borga enda ekki vanur því að fara svangur af veitingastöðum tæpum tveimur tímur eftir fyrstu pöntun. Eftir smá reikistefnu var það samþykkt. En eftir stendur að staðurinn fær einkuninna 2 og þá eingöngu vegna þess að ég var beðinn afsökunar í lokin þótt það væri bara í mýflugumynd. Í þessu öllu komst ég að því að Pizza Hut er í raun ekkert nema skyndibitastaður, þrátt fyrir borðþjónustu. Þarna voru bara unglingar við vinnu, varla nokkur yfir tvítugu og það á laugardagskvöldi kl 8. Það sparar laun og þá jafnframt þjónustu við kúnnann.

 Hér eftir verður ekki farið aftur á Pizza Hut.


Um bloggið

Gúrúinn lætur ljós sitt skína í myrkri annarra...

Höfundur

Gúrúinn
Gúrúinn

Tölvuvesenisti, skáld, pistlahöfundur, eiginmaður, faðir, vinur svo fátt eitt sé nefnt.

Vandamálið við almenna skynsemi er að hún er alls ekki almenn!

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Í samhengi
  • Í samhengi
  • Hvers vegna borðar fólkið ekki kökur?
  • EinarOgAuglýsingin
  • EinarOgAuglýsingin

Nota Bene

Ýmislegt

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 37677

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband