Færsluflokkur: Vefurinn
25.9.2009 | 09:17
Hættur á blog.is og farinn á the.guru.is
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.3.2008 | 18:51
Einar og auglýsingin...
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 19:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.2.2008 | 14:22
Engar auglýsingar lengur! Þökk sé Fjasaranum.
Brjánn Guðmundsson fjasaði um hvernig hægt er að slökkva á auglýsingunum blikkandi til hægri. Þær sjást ekki lengur hjá mér!
Þetta eru leiðbeiningarnar hans:
"Farið í stillingar->útlit->þemapakkar. sækið þemuna ykkar (zip skrá) og afþjappið á disk. í þemanu er ein css skrá, sem er stílsíða fyrir síðuna ykkar. aftast í hana bætið þið línunum:
#system-right-ad { display: none !important; }
#system-right #right-ad { display: none !important; }
búið síðan til nýja zip skrá. gætið Þess að til að kerfið taki við zip-skránni verður hún að hafa sama heiti og þemað (system name í yaml-skránni).
sjálfur breytti ég system name í 'fjas' og vistaði zip-skrána sem fjas.zip.
Einnig má breyta description í yaml-skránni, í eitthvað meira lýsandi, ss. NOVA killer
nú, þegar búið er að breyta css- og yaml skránum, er möppunni sem skrárnar eru í zippað og hún send til baka gegn um sömu síðu og þið sóttuð gamla þemað.
að því loknu þarf að fara í 'Velja þema' síðuna og velja þar nýja þemað. Athugið að description-textinn í yaml-skránni birtist í fellivalmyndinni. Hafið þið t.d. breytt description í 'NOVA killer' mun sá texti birtast sem heiti þemans.
góða skemmtun og gangi ykkur vel.
Lifi byltingin!
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.2.2008 | 16:38
No Blogg með Nova!
Ég ætla að taka mér amk viku frí frá bloggskrifum (ekki það að maður hafi verið svo duglegur svo sem undanfarið) og blogglestri á mbl.is vegna auglýsingarinnar frá Nova (og auglýsingarinnar yfirhöfuð).
Mæli með því að aðrir geri slíkt hið sama til að sýna óánægju sína í verki.
NO BLOGG MEÐ NOVA !!!
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.12.2007 | 15:42
Gefið almennilega jólagjöf...
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 15:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.8.2007 | 08:06
Ráð handa ljósmyndaóðum ferðalöngum
Á ferðalögum er iðulega mikil mannmergð þar sem maður er og ekki síst þar sem maður vill helst mynda minningar.
Útlenskir túrhestar leika þá jafnvel þann leik að skemma fyrir manni myndatökurnar með því að þvælast fyrir svo þeir einir geti tekið flottari mynd (og þá mögulega selt hana á ebay fyrir offjár).
Það er um að gera að láta krók koma á móti bragði og því mælir Gúrúinn með þessum túrhestafjarlægjara.
Vefurinn | Breytt 28.8.2007 kl. 10:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.8.2007 | 22:25
Ég hreinlega verð að benda á þessa snilldarfærslu
Gísli Ásgeirsson ritar um einn vinsælasta Moggabloggarann.
Ég hef lengi hugsað á þennan hátt en hefði aldrei ekki getað komið þessu svona snilldarlega frá mér.
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.8.2007 | 17:12
Hvers vegna er ekki bloggtengill við sumar fréttir á mbl.is?
Ég hef tekið eftir því undanfarið að sumar fréttir á mbl.is er ekki hægt að blogga við. Er þetta einhver stefnubreyting hjá mbl.is? Þeir hafa að vísu tekið út bloggtengilinn við slysafréttir (eftir mikið ámæli fyrr í sumar) en ég vissi ekki að það væri ákveðin ritskoðun í gangi um hvaða aðrar fréttir mætti ekki blogga um.
Ein þeirra er niðurstaða DNA-rannsóknar sem bendir sterklega til að Lúðvík sé ekki Gizurarson heldur Hermannsson Jónassonar, fyrrv. forsætisráðherra. Gott og vel, bloggar mbl gætu einhverjir bloggað ógætilega um það og kannski á særandi hátt fyrir aðstandendur. En svo er ekki um tækni- og vísindafréttina um "neindina" risastóru sem fannst nýverið. Hvers vegna má ekki blogga um hana?
Kannski maður skutli pósti á moggabloggmenn og fái úr því skorið hvaða mælistiku er beitt að þessa ritskoðun.
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
21.8.2007 | 13:31
Meira dónó: margra daga orgíur!
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Gúrúinn lætur ljós sitt skína í myrkri annarra...
Nýjustu færslur
- Hættur á blog.is og farinn á the.guru.is
- Davíð útilokar ekki endurkomu í stjórnmálin.
- Hlutir settir í samhengi - með 2000 ára millibili
- Væntanlegur dómsmálaráðherra skilur ekki hvers vegna mótmælen...
- Hagfræði fyrir byrjendur!
- Flott "ekkisvar"
- Eina leiðin til að reka óráðamenn þar sem þeir hafa ekki siðg...
- Bankarnir þrír sameinaðir í einn: Gleðibankann
- "Ekkert að óttast - engin kreppa" segir Geir H. Haarde, nei f...
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- haiku
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- senryu
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- tanka
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Viska
- Vísindi og fræði
Nota Bene
Ýmislegt
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 37940
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Ég bar eftirfarandi fyrirspurn upp á kerfisblogginu en hef enn ekki fengið svar þrátt fyrir að annar aðili hafi beðið um svar fyrir mína hönd. Greinilegt að það er þöggun í gangi á óþægilegum spurningum.
***** FYRIRSPURN HEFST *****
" Ekki stendur til að selja auglýsingapláss inni á bloggsíðunum sjálfum."
Bíddu við, er bloggið mitt bara á hluta af síðunni sem sést í vafranum? Þannig að allur ramminn utan um, þar sem ég GET ekki skrifað, er auglýsingapláss eða pláss sem ég ræð ekki yfir?
Hvaða bull er þetta?
Vísar ekki vefslóðin (í mínu tilfelli http://guru.blog.is) á MITT blogg? Eða er slóðin sameiginleg eign mín og auglýsingamiðilsins mbl.is/blog.is? Þá er bloggið ekki mitt lengur er það?
***** FYRIRSPURN LÝKUR *****
Þar sem þeir eru svo að "laga" það í kerfinu hjá sér að hægt sé að stilla þemað þannig að maður fái enga auglýsingu þá er ég alvarlega að íhuga tvennt. Annars vegar að færa mig af blog.is og hins vegar að hætta að lesa blogg þar vegna auglýsinganna. Sem lesandi veit ég ekki hvort viðkomandi bloggari er með auglýsingu eða ekki fyrirfram og nenni ekki að eltast við að lesa bara þá sem borga fyrir auglýsingaleysið.
Þar sem ég er ekki mikið lesinn hér (enda nokk sama um það svo sem) þá er væntanlega lítil eftirsjá í mér en ég vona að ég nái að vekja einhverja til umhugsunar um þessi mál.