Færsluflokkur: Vefurinn

Ekki rétt farið með staðreyndir í þessari frétt!

Skype hrundi vegna þess að sjálfvirkar stýrikerfisuppfærslur frá Microsoft endurræstu sjálfvirkt tölvur notenda. Annan þriðjudag hvers mánaðar, sem er kallaður Patch Tuesday,  sendir Microsoft frá sér plástra og lagfæringar. Þegar menn nota sjálfvirka skýrikerfisuppfærslubúnaðinn sem fylgir Windows þá sækir hann þessa plástra og lagfæringar og lagar stýrikerfi tölvunnar sé þess þörf. 

Oftar en ekki fylgir endurræsing tölvunnar í kjölfarið. Ef kveikt er á tölvunni allan sólarhringinn þá þarf notandinn ekkert að verða var við þetta, hann getur verið sofandi eða í vinnunni (eða að tefla við páfann ef svo ber undir). 

Frétt mbl.is er því röng. Notendur endurræstu ekki tölvurnar sínar og uppfærslan átti sér ekki stað á Skype-forritinu. Rétt er þó að netþjónar Skype önnuðu ekki þessum fjölda endurtengina og því fór sem fór.

Skype segir frá þessu. 


mbl.is Tölvukerfi Skype þoldi ekki álagið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snilldarúttekt á týpum fréttabloggara

Ég rakst á snilldarúttekt á týpum fréttabloggara og verð að leyfa öðrum að njóta hennar líka.

CIA, Vatikanið, Microsoft og fleiri ritskoða Wikipedia færslur

WikipediaWikipedia Scanner er sniðugt tól sem skannar hvaða fyrirtækjum og samtökum tölvur tilheyra sem breyta Wikipedia síðum. Það hefur m.a. komið í ljós að tölvur frá CIA, Vatikaninu, Microsoft, bandaríska demókrataflokknum og fleirum hafa verið notaðar til að breyta færslum Wikipedia og oftar en ekki ritskoðað síðurnar.

Ýmist eru óþægileg skrif fjarlægð eða síðunum breytt til hins verra. Minnir óneitanlega á Newspeak.

Hér er grein Wired um þetta og svo er hér umfjöllun BBC News.  


Föstudagsglaðningurinn Uncyclopedia á fimmtudegi (í tilefni húkkaraballs og fleira)

Ég rakst á þennan úrvalsvef, sem er eins konar föstudagsvefur. Hann fær að fljóta út á straumharðar rásir Internetsins þar sem verslunarmannahelgin er yfirvofandi og húkkaraball í kvöld (eru ekki flest böll húkkaraböll annars? - en það er tilefni í aðra færslu).

Hvað um það, hér er þessi eðalvefur. Njótið vel, líka helgarinnar. 


Hlaðvarp, tónhlöður og orðhengilsháttur

Gott og vel. Fínt að nota íslensk orð sem mest en er hlaðvarp gegnsætt orð? Hvers vegna er podcast ekki notað í fyrirsögninni líka? Og ef út í það er farið hvers vegna heitir hlaðvarpsvefslóð mbl.is ekki hladvarp heldur podcast? Slóðin er mbl.is/podcast en svo kalla þeir podcast hlaðvarp? Stúbidd! Og til að kóróna allt, þá heitir bloggsíðan eða umræðusíðan ekki podcast.blog.is heldur hladvarp.blog.is. Skilur einhver þetta?

 Tónhlaða? Hvers vegna komst það ekki á listann yfir fallegustu íslensku orðin?


mbl.is Hlaðvarp á mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Gúrúinn lætur ljós sitt skína í myrkri annarra...

Höfundur

Gúrúinn
Gúrúinn

Tölvuvesenisti, skáld, pistlahöfundur, eiginmaður, faðir, vinur svo fátt eitt sé nefnt.

Vandamálið við almenna skynsemi er að hún er alls ekki almenn!

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Í samhengi
  • Í samhengi
  • Hvers vegna borðar fólkið ekki kökur?
  • EinarOgAuglýsingin
  • EinarOgAuglýsingin

Nota Bene

Ýmislegt

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband