Færsluflokkur: Tölvur og tækni
15.8.2007 | 20:27
CIA, Vatikanið, Microsoft og fleiri ritskoða Wikipedia færslur
Wikipedia Scanner er sniðugt tól sem skannar hvaða fyrirtækjum og samtökum tölvur tilheyra sem breyta Wikipedia síðum. Það hefur m.a. komið í ljós að tölvur frá CIA, Vatikaninu, Microsoft, bandaríska demókrataflokknum og fleirum hafa verið notaðar til að breyta færslum Wikipedia og oftar en ekki ritskoðað síðurnar.
Ýmist eru óþægileg skrif fjarlægð eða síðunum breytt til hins verra. Minnir óneitanlega á Newspeak.
Hér er grein Wired um þetta og svo er hér umfjöllun BBC News.
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 20:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.7.2007 | 16:30
Stúlkan snýst í báðar áttir - skynvilla
Horfið á skuggann af henni í nokkrar sekúndur og rennið svo augunum hægt upp. Þá ætti hún að skipta um snúningsátt.
Þar sem mbl.is sýnir ekki hreyfimyndina má skoða skynvilluna hérna.
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 16:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
31.7.2007 | 10:45
Hlaðvarp, tónhlöður og orðhengilsháttur
Gott og vel. Fínt að nota íslensk orð sem mest en er hlaðvarp gegnsætt orð? Hvers vegna er podcast ekki notað í fyrirsögninni líka? Og ef út í það er farið hvers vegna heitir hlaðvarpsvefslóð mbl.is ekki hladvarp heldur podcast? Slóðin er mbl.is/podcast en svo kalla þeir podcast hlaðvarp? Stúbidd! Og til að kóróna allt, þá heitir bloggsíðan eða umræðusíðan ekki podcast.blog.is heldur hladvarp.blog.is. Skilur einhver þetta?
Tónhlaða? Hvers vegna komst það ekki á listann yfir fallegustu íslensku orðin?
Hlaðvarp á mbl.is | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 11:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.2.2007 | 09:14
Mogginn enn í ólagi hjá fjölda heimila
Það fór eins og mig grunaði, Mogginn hefur ekkert gert í sínum málum. Í morgunsárið komst ég inn en eftir kl. 7 datt mbl.is/blog.is út og þá ekki bara hjá mér heldur fjölda heimila þar sem einhver gáttin þeirra svarar ekki. Það sem mér finnst merkilegast er að þetta skuli virka á sunnudögum... er einhver guðleg forsjá sem les mbl.is/blog.is og býr í mínu hverfi?
25.2.2007 | 09:28
Bilun hjá mbl.is/blog.is
Ég er búinn að komast að því að mbl.is er illa við mig. Kannski er það vegna þess að ég skrifaði illa um mbl.is í upphafi (þó ég hafi ekki gert það síðan). Ég hef verið að lenda í því að komast ekki inn á mbl.is eða blog.is heima hjá mér. Ég fann loks úr hvað var að og lét meira að segja Mbl vita. Talaði við tæknimann og hann viðurkenndi að þetta væri líka vandamál hjá sér, þ.e. heima hjá sér. Svo virðist því sem eitthvað af heimilum hafi ekki komist inn á mbl.is/blog.is í töluverðan tíma án þess að þeir hafi gert nokkuð í því.
Þetta er ástæðan fyrir blogghrinu minni í sunnudagsmorgunsárið. Ég er að koma uppsöfnuði frá mér og nota tækifærið því ég tók eftir því síðasta sunnudag að mbl.is/blog.is virkaði þá en hefur ekki virkað síðan. Carpe diem!
En í morgun við eitt svar mitt við athugasemd sem mér barst fékk ég villuna á myndinni. Það þótti mér skondið. Ég veit að alheimurinn er ekki á eftir mér (e. the universe is not out to get me) en kannski mbl.is/blog.is sé það...
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 11:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Gúrúinn lætur ljós sitt skína í myrkri annarra...
Nýjustu færslur
- Hættur á blog.is og farinn á the.guru.is
- Davíð útilokar ekki endurkomu í stjórnmálin.
- Hlutir settir í samhengi - með 2000 ára millibili
- Væntanlegur dómsmálaráðherra skilur ekki hvers vegna mótmælen...
- Hagfræði fyrir byrjendur!
- Flott "ekkisvar"
- Eina leiðin til að reka óráðamenn þar sem þeir hafa ekki siðg...
- Bankarnir þrír sameinaðir í einn: Gleðibankann
- "Ekkert að óttast - engin kreppa" segir Geir H. Haarde, nei f...
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- haiku
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- senryu
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- tanka
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Viska
- Vísindi og fræði
Nota Bene
Ýmislegt
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 37940
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar