Færsluflokkur: Bloggar
7.4.2008 | 01:23
Er betra að fljúga með okurfyrirtæki og borga meiri pening fyrir?
Og hvað með tímann sem sparast? Er ekki tíminn peningar?
Ég vinstri maðurinn finn mig knúinn til að taka upp hanskann fyrir Geira og Sollu í þessum efnum. Kannski er þetta bara betri kostur og ódýrari þegar upp er staðið. Flug með Æslander og ÆslandExpress kostar pening (og það ekki lítinn), fyrirhöfn og tafir að frátöldum týndum farangri og öðrum óskemmtilegum uppákomum sem gerast í flugferðalögum til útlanda.
Við búum á eyju og það er dýrt að ferðast til annara landa (hvers vegna er samt dýrara að fljúga brot af leiðinni milli Evrópu og Norður-Ammríku en alla leiðina??????). Hins vegar er dýrt fyrir mig sem einstakling að hanga á flugvöllum og ferðast til þeirra. Það er líka mikill kostnaður fyrir fyrirtæki, þess vegna er Saga Klass. En mesti hraðinn og mögulega þægindin eru í einkaþotum. Myndi ég ekki fara þá leiðina ef það munaði ekki miklu peningalega - ef ég sparaði eitthvað annað í staðinn: tíma, þreytu, etc.
Hins vegar er ég drullufúll út af "árangri" sendinefndar okkar þarna úti og nú geta þau ekki skýlt sér á bak við "jetlag" eða aðrar leiðindaafsakanir. Þarna afhjúpar Solla sitt innra eðli: hefur ekki tíma að hitta utanríkisnefnd þrátt fyrir tímasparnaðinn og samþykkir svo eldflaugauppbyggingu Bush yngri einróma. Ég átti ekki von á neinu góðu frá Geir og varð því ekki fyrir neinum vonbrigðum með hann.
![]() |
Forsætisráherra á ferð og flugi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2008 | 01:13
Einkaleyfi á öllu!
Einkaleyfamanína er komin út fyrir öll takmörk eins og svo margt annað sem er ættað frá Bandaríkjamönnum. Það má ekki framleiða FETA ost annars staðar en á Grikklandi (væntanlega þá bara í þorpinu Feta), Armagnac er bannað að framleiða annars staðar en í Armagnac héraðinu og kampavín má bara rækta í héraðinu Champagne og ekki selja vín undir því nafni þótt nafnið sé ekki einstakt.
Á meðan selja íslenskir "hugvitsmenn" jógúrtsull sem "skyr" í USA og gengur vel. Er okkur alveg sama?
![]() |
Champagne í Sviss eða Frakklandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.4.2008 | 12:53
Tökum á efnahagsvandanum
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.3.2008 | 08:24
Raunverulegur matur? eða very old McDonald og borgaranir hans
Rakst á þetta myndband hjá bloggvinkonu minni, Naglanum.
Held að það ætti að sjást sem víðast. Takið sérstaklega eftir síðustu setningunum í myndbandinu...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.3.2008 | 18:51
Einar og auglýsingin...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.2.2008 | 14:22
Engar auglýsingar lengur! Þökk sé Fjasaranum.
Brjánn Guðmundsson fjasaði um hvernig hægt er að slökkva á auglýsingunum blikkandi til hægri. Þær sjást ekki lengur hjá mér!
Þetta eru leiðbeiningarnar hans:
"Farið í stillingar->útlit->þemapakkar. sækið þemuna ykkar (zip skrá) og afþjappið á disk. í þemanu er ein css skrá, sem er stílsíða fyrir síðuna ykkar. aftast í hana bætið þið línunum:
#system-right-ad { display: none !important; }
#system-right #right-ad { display: none !important; }
búið síðan til nýja zip skrá. gætið Þess að til að kerfið taki við zip-skránni verður hún að hafa sama heiti og þemað (system name í yaml-skránni).
sjálfur breytti ég system name í 'fjas' og vistaði zip-skrána sem fjas.zip.
Einnig má breyta description í yaml-skránni, í eitthvað meira lýsandi, ss. NOVA killer
nú, þegar búið er að breyta css- og yaml skránum, er möppunni sem skrárnar eru í zippað og hún send til baka gegn um sömu síðu og þið sóttuð gamla þemað.
að því loknu þarf að fara í 'Velja þema' síðuna og velja þar nýja þemað. Athugið að description-textinn í yaml-skránni birtist í fellivalmyndinni. Hafið þið t.d. breytt description í 'NOVA killer' mun sá texti birtast sem heiti þemans.
góða skemmtun og gangi ykkur vel.
Lifi byltingin!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.2.2008 | 19:01
Nova - Pain in the Butt (stóðst ekki mátið þegar mér var bent á þetta)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.2.2008 | 16:38
No Blogg með Nova!
Ég ætla að taka mér amk viku frí frá bloggskrifum (ekki það að maður hafi verið svo duglegur svo sem undanfarið) og blogglestri á mbl.is vegna auglýsingarinnar frá Nova (og auglýsingarinnar yfirhöfuð).
Mæli með því að aðrir geri slíkt hið sama til að sýna óánægju sína í verki.
NO BLOGG MEÐ NOVA !!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.2.2008 | 08:51
Dr. med. J. Franckenstein
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Gúrúinn lætur ljós sitt skína í myrkri annarra...
Nýjustu færslur
- Hættur á blog.is og farinn á the.guru.is
- Davíð útilokar ekki endurkomu í stjórnmálin.
- Hlutir settir í samhengi - með 2000 ára millibili
- Væntanlegur dómsmálaráðherra skilur ekki hvers vegna mótmælen...
- Hagfræði fyrir byrjendur!
- Flott "ekkisvar"
- Eina leiðin til að reka óráðamenn þar sem þeir hafa ekki siðg...
- Bankarnir þrír sameinaðir í einn: Gleðibankann
- "Ekkert að óttast - engin kreppa" segir Geir H. Haarde, nei f...
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- haiku
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- senryu
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- tanka
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Viska
- Vísindi og fræði
Nota Bene
Ýmislegt
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Ég bar eftirfarandi fyrirspurn upp á kerfisblogginu en hef enn ekki fengið svar þrátt fyrir að annar aðili hafi beðið um svar fyrir mína hönd. Greinilegt að það er þöggun í gangi á óþægilegum spurningum.
***** FYRIRSPURN HEFST *****
" Ekki stendur til að selja auglýsingapláss inni á bloggsíðunum sjálfum."
Bíddu við, er bloggið mitt bara á hluta af síðunni sem sést í vafranum? Þannig að allur ramminn utan um, þar sem ég GET ekki skrifað, er auglýsingapláss eða pláss sem ég ræð ekki yfir?
Hvaða bull er þetta?
Vísar ekki vefslóðin (í mínu tilfelli http://guru.blog.is) á MITT blogg? Eða er slóðin sameiginleg eign mín og auglýsingamiðilsins mbl.is/blog.is? Þá er bloggið ekki mitt lengur er það?
***** FYRIRSPURN LÝKUR *****
Þar sem þeir eru svo að "laga" það í kerfinu hjá sér að hægt sé að stilla þemað þannig að maður fái enga auglýsingu þá er ég alvarlega að íhuga tvennt. Annars vegar að færa mig af blog.is og hins vegar að hætta að lesa blogg þar vegna auglýsinganna. Sem lesandi veit ég ekki hvort viðkomandi bloggari er með auglýsingu eða ekki fyrirfram og nenni ekki að eltast við að lesa bara þá sem borga fyrir auglýsingaleysið.
Þar sem ég er ekki mikið lesinn hér (enda nokk sama um það svo sem) þá er væntanlega lítil eftirsjá í mér en ég vona að ég nái að vekja einhverja til umhugsunar um þessi mál.