Færsluflokkur: Bloggar
16.4.2007 | 14:30
Hugarblogg
Ég hef ekki bloggað í allnokkra daga (vonandi við mikinn söknuð lesenda og bloggvina) á blog.is. Ég hef hins vegar staðið mig að því að blogga ötullega í huganum og læt þær færslur yfirleitt standa þar mér til ánægju en engum öðrum. Er öðrum eins farið?
Ég ætla alla vega að taka mig á í veraldlegum skrifum...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.4.2007 | 10:59
Zen Blogger's Manifesto
Do not follow in the footsteps of others,
seek what they sought and make your own footsteps.
Write not for others, as there are too many.
Write for yourself, as there is only one.
Subtract before you add.
Listen more than you speak.
Give more than you take.
Make but do not measure.
If you want to change the world, love someone.
All manifestos are dung.
Bloggar | Breytt 16.4.2007 kl. 14:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.4.2007 | 12:50
Upplifun par Exellance
Ég fór með konunni á tónleikana hans Harðar í gærkvöldi. Eins og alltaf þá var rífandi stemming en samt ansi ljúf og heimilislegt eitthvað. Ég kemst aldrei yfir það að sitja og hlusta á Hörð flytja lögin sín, maður er dolfallinn yfir hvað lögin er flott, textarnir góðir og flutningurinn hans lyftir manni andlega upp hreinlega. Við hjónakornin eigum eftir að njóta þessara tónleika alla páskana.
Takk fyrir okkur, Hörður! Þú verður betri með hverju árinu sem líður.
![]() |
Árlegir tónleikar Harðar Torfa í gærkvöldi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.4.2007 | 08:20
Hvað kostar úthringigagnagrunnur?
Það tók sex ár að fella dóm. Alcan hafði ekki manndóm í sér að greiða rúmar eina og hálfa milljón til mannnsins í bætur heldur þurfti dóm til. Hvað kostaði að búa til spurningagagnagrunninn sem starfsmenn notuðu í úthringingar? Varla minna.
Og svo er ég viss um að þeir hafa rekið karlangann fyrir að álpast (haha) til að lenda í slysi...
![]() |
Alcan dæmt til að greiða starfsmanni slysabætur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.4.2007 | 08:16
Þurfum við að flytja inn Samverja?
Nú er Lækjartorg ekki fáfarinn staður og ólíklegt að aðrir vegfarendur hafi ekki verið þar. Mér er því spurn: hvers vegna hjálpaði enginn Kristjáni Vigni?
Þurfum við að flytja inn Samverja?
![]() |
Barinn og rændur í hjólastól |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2007 | 13:39
Dame Edna á úkraínsku
![]() |
Dragdrottning veldur Evróvisíóndeilu í Úkraínu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2007 | 13:37
Fyrirsjáanlegur en ekki óumflýjanlegur
Það er um að gera að bregðast við þessu hið fyrsta og vonandi að ríkisstjórnin taki sig til og lofi einhverju fallegu varðandi þetta mál. Betra væri auðvitað ef þeir leystu það og hrósuðu sér svo af því.
![]() |
Fyrirsjáanlegur skortur á hjúkrunarfræðingum næstu árin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.4.2007 | 13:21
Ég og menningin
Fór á færeyskt menningarkvöld á föstudaginn og fékk mér skerpukjöt og Black Sheep öl með. Svo var dansaður hringdans. Tvö skref til vinstri og eitt til hægri. Meira að segja ég gat dansað með og ég held að allir hafi skemmt sér konunglega. Ég sé fram á meiriháttar Ólafsvöku einhvern tímann í Þórshöfn þar sem dansinn dunar og gólfið dúar (eins og það á að gera samkvæmt færeyskum heimildum mínum).
Svo eru það kertaljósatónleikarnir hans Harðar Torfa í kvöld. Ómissandi í dymbilvikunni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.3.2007 | 13:11
Blautlegt tátott
Tommy tottar tær
á tígulegri tuðru
Lucas vill líka
blautlegt tátott frá Tomma
sem treður tám í trantinn
Veina viðstaddir
af viðbjóði tilburða
Tomma tásugu
Lucasar hreinar eru nú
illa lyktandi tærnar
![]() |
Tommy tottar tær |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.3.2007 | 13:03
Mögulegur handhafi Darwin verðlauna?

![]() |
Myndir af mótorhjóli á ofsahraða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Gúrúinn lætur ljós sitt skína í myrkri annarra...
Nýjustu færslur
- Hættur á blog.is og farinn á the.guru.is
- Davíð útilokar ekki endurkomu í stjórnmálin.
- Hlutir settir í samhengi - með 2000 ára millibili
- Væntanlegur dómsmálaráðherra skilur ekki hvers vegna mótmælen...
- Hagfræði fyrir byrjendur!
- Flott "ekkisvar"
- Eina leiðin til að reka óráðamenn þar sem þeir hafa ekki siðg...
- Bankarnir þrír sameinaðir í einn: Gleðibankann
- "Ekkert að óttast - engin kreppa" segir Geir H. Haarde, nei f...
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- haiku
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- senryu
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- tanka
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Viska
- Vísindi og fræði
Nota Bene
Ýmislegt
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.9.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 38580
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar