Færsluflokkur: Bloggar

Hlaðvarp, tónhlöður og orðhengilsháttur

Gott og vel. Fínt að nota íslensk orð sem mest en er hlaðvarp gegnsætt orð? Hvers vegna er podcast ekki notað í fyrirsögninni líka? Og ef út í það er farið hvers vegna heitir hlaðvarpsvefslóð mbl.is ekki hladvarp heldur podcast? Slóðin er mbl.is/podcast en svo kalla þeir podcast hlaðvarp? Stúbidd! Og til að kóróna allt, þá heitir bloggsíðan eða umræðusíðan ekki podcast.blog.is heldur hladvarp.blog.is. Skilur einhver þetta?

 Tónhlaða? Hvers vegna komst það ekki á listann yfir fallegustu íslensku orðin?


mbl.is Hlaðvarp á mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

mbl.is heilkennið?

Frétt mbl.is um Homers-heilkennið vakti athygli mína og ég fór á stúfana að kanna málið. Ég hef (sem betur fer?) rannsakað "fréttaflutning" mbl.is áður og veit því að þar er ekki allt sem sýnist (skrifað).

Fréttin fjallar um hversdagsgleymsku og talað er um hana sem Homer Simpson "doh" moment en hvergi er rætt um Homer-heilkenni eða neitt þess háttar. Þar er á ferð spuni mbl.is og "fréttamannsins". Við gúglun kom lítið markvert í ljós en hægt er að kíkja á þetta sem dæmi.

Hvers vegna er þessi ónákvæmni og þetta bull til staðar hjá mbl.is? Það er ekkií fyrsta skipti og svo virðist sem svona bullfréttir séu blessaðar af ritstjórninni enda mbl.is uppfull af svona "fréttum". Það er til skammar að netmiðill eða fréttamiðill af hvaða tagi sem er hafi lesendur sína að fíflum ítrekað. Eitt skipti er slys, tvisvar er klaufaskapur en ef það er oftar þá er lesendum gefið langt nef.


mbl.is Homers-heilkennið eignað íslenskum sálfræðingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

mbl.is hneykslar

Kvikmynd um hneyksli (eða hneisu, eins og mbl.is orðar það) er ekki hneyksli.

Svona framsetning er það hins vegar og rýrir gildi og gæði þessa netmiðils. Skamm mbl.is og skamm blaðamaður sem skrifar svona!


mbl.is Brad Pitt og Gwyneth Paltrow hneyksla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjörnuratleikur

 - og hér er ekki verið að tala um Parísar Hiltonur heldur alvöru stjörnur!

 

Kíktu á þessa slóð ef þú vilt læra þetta:  


Áhrifaríkar auglýsingar

Á vefrápinu rakst ég á þessar skemmtilegu auglýsingar.

Kanadískir augýsingahönnuðir hafa vinninginn. 


Endurunnin frétt

Fjári er það gott fyrir gúrkutíðarblaðafréttamenn að geta notað sömu fréttina aftur og aftur, það eina sem þarf að gera er að breyta dagsetningunni.

Er annars ekki komið nóg af sorglegum smjattsögum um ammrískar tildurdrósir af hvaða þjóðerni sem er?


mbl.is Lohan í meðferð á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sýnikennsla í HTML

nerd_tattoos_003Sett inn fyrir alla nörda landsins í tilefni afmælis fyrrum Andsetans (í ljós kom að margir vina minna kannast ekki við Andsetann með nafni, bara undir þessu nafni og því er það endurlífgað hér og nú).

Mínútan á tæpar €1000

Ekkert akademískt korter hér, sko. Það mætti alveg taka þetta upp í framhaldsskólum landsins... en kannski ekki á þessum prís

mbl.is Dýrt spaug að mæta of seint á blaðamannafund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við túnið heima

Ég bý þarna hjá og svo virðist sem bíll hafi ekið niður Ásgarðinn en hinn komið eftir Bústaðaveginum og á því götuhorni varð þessi árekstur. Annar bíllinn hentist upp í loft svo sást yfir hljóðmönina og skall svo niður aftur á hvolfi. Hinn var lítið skemmdur sjáanlega en ég trúi því ekki að hann hafi eitthvað frekar sloppið vel. Það var mesta mildi að konan í veltubílnum slapp ómeidd og þar hafa örugglega beltin bjargað henni. Hins vegar vakti það athygli okkar nágrannana að það tók u.þ.b. klukkutíma fyrir rannsóknardeildina að mæta á staðinn og ekki hægt að fjarlægja bílana fyrr en þeir höfðu lokið störfum. Skrítið að reyna ekki að opna svona stóra umferðaræð fyrr. Hins vegar var hér kyrrlátt eins og maður væri upp í sveit þannig að við kvörtuðum ekki þótt næðið hefði mátt stafa að öðru skemmtilegra.
mbl.is Bústaðavegur lokaður vegna bílveltu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Gúrúinn lætur ljós sitt skína í myrkri annarra...

Höfundur

Gúrúinn
Gúrúinn

Tölvuvesenisti, skáld, pistlahöfundur, eiginmaður, faðir, vinur svo fátt eitt sé nefnt.

Vandamálið við almenna skynsemi er að hún er alls ekki almenn!

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Í samhengi
  • Í samhengi
  • Hvers vegna borðar fólkið ekki kökur?
  • EinarOgAuglýsingin
  • EinarOgAuglýsingin

Nota Bene

Ýmislegt

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 38165

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband