Hlaðvarp, tónhlöður og orðhengilsháttur

Gott og vel. Fínt að nota íslensk orð sem mest en er hlaðvarp gegnsætt orð? Hvers vegna er podcast ekki notað í fyrirsögninni líka? Og ef út í það er farið hvers vegna heitir hlaðvarpsvefslóð mbl.is ekki hladvarp heldur podcast? Slóðin er mbl.is/podcast en svo kalla þeir podcast hlaðvarp? Stúbidd! Og til að kóróna allt, þá heitir bloggsíðan eða umræðusíðan ekki podcast.blog.is heldur hladvarp.blog.is. Skilur einhver þetta?

 Tónhlaða? Hvers vegna komst það ekki á listann yfir fallegustu íslensku orðin?


mbl.is Hlaðvarp á mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Orðið hlaðvarp er alveg hræðilegt. Þó svo orðið podcast hafi verið búið til á ensku þá er ekki um nýja tækni að ræða. Þetta eru einfaldlega bara hljóðupptökur. Þegar apple heyrði þetta nafn hafa þeir svo ákveðið að nota það til að markaðsetja iTunes og iPod.

Orðið podcast er búið til úr orðunum iPod og broadcast (útvarp). Þetta er ágætis orðaleikur þótt að ekki sé verið að útvarpa neinu. Svo hefur verið ákveðið að þýða þetta orð nánast beint sem hlaðvarp sem er hvorki lýsandi né rökrétt.

Sammála (IP-tala skráð) 31.7.2007 kl. 11:27

2 Smámynd: Gúrúinn

Hér með er lýst eftir góðu orði í stað hlaðvarps!

Podcast er ekkert annað en niðurhal á efni sem er í hljóð- eða myndformi. Sennilega er Youtube.com þekktasta dæmið. Svo þarf ekki "tónhlöður" til að spila það heldur er hægt að nota venjulegar tölvur til þess. (Þær heita kannski efnishlöður á mbl.is?)

Gúrúinn, 31.7.2007 kl. 11:37

3 identicon

Er ekki bara um ágætis húmor að ræða? Eftir því sem mér skilst voru podköst fundin upp gagngert fyrir iPod og því ekki um það að ræða að Apple hafi ákveðið að kalla iPodinn eftir þeim, heldur öfugt. Þá hafa sumir tekið upp á því að samnefnda hverskyns tónlistarspilara sem hægt er að hlaða músíkinni inn á (mp3 spilara) tónhlöður. Bæði vegna þess að hlöður eru geymslur og sömuleiðis vegna þess að tónlistinni er hlaðið inn á spilarann.

Þá, eftir að podcastið var upp fundið, hefur fólki dottið í hug að nota orðið hlaðvarp yfir fyrirbærið og er um að ræða nútímalega endurvinnslu á gömlu orði, hlaðvarpa. Hlaðvarpi er þar sem fólk kom inn á landareignir fólks sem bjó í sveit, sambærilegt við innkeyrslu einbýlishúsa í dag. Orðin eru þó ekki af sama kyni, hlaðvarpi er karlkyn en hlaðvarp er hvorugkyn og ræðst það af endingu orðanna, annarsvegnar þar sem varpi er notað til að lýsa tilteknum stað í landslagi en varp til að lýsa því sem er út gefið, varpað frá sér.

Podköst, á útlensku, er útvarp fyrir tónhlöður - þar af leiðandi má tala um þau sem hlaðvörp. Skemmtilegt, ekki satt?

Friðþjófur Þorsteinsson (IP-tala skráð) 31.7.2007 kl. 13:55

4 identicon

Ég hef sjálfur verið hlynntur orðinu vefvarp og held að það stilli sér upp smekklega með hinum -varp orðunum.

Útvarp, sjónvarp og nú vefvarp.

Microsoft hafa sjálfir stungið upp á hugtakinu web-feeds til að lýsa áskrifarhæfu efni yfir vefinn, og gæti vefvarp á endanum orðið gott íslenskt orð fyrir þessa RSS dreifingu, sem podcast er. 

 -Arnþór Snær

Addi (IP-tala skráð) 2.8.2007 kl. 22:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gúrúinn lætur ljós sitt skína í myrkri annarra...

Höfundur

Gúrúinn
Gúrúinn

Tölvuvesenisti, skáld, pistlahöfundur, eiginmaður, faðir, vinur svo fátt eitt sé nefnt.

Vandamálið við almenna skynsemi er að hún er alls ekki almenn!

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Í samhengi
  • Í samhengi
  • Hvers vegna borðar fólkið ekki kökur?
  • EinarOgAuglýsingin
  • EinarOgAuglýsingin

Nota Bene

Ýmislegt

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband