Færsluflokkur: Vísindi og fræði

Saga trúarbragðanna á 90 sekúndum

 

 

 

   Hvernig hefur landafræði trúarbragðanna þróast síðustu 5000 ár?    Nú er hægt að sjá það á 90 sekúndum.


Vísindi í kvikmyndum

superman_260973s

 

 

Af því að það er föstudagur þá er um að gera að hafa léttmeti á boðstólum (þó ég hafi aldrei skilið hvers vegna föstudagarnir eru léttmetisdagar, mánudagarnir þegar vikan er að byrja og vinnan hellist yfir mann af þunga eiga að vera eins léttir og hægt er til að vega upp á móti alvöru þeirra!).

 

 

 

 

 

 

Eitt af því sem hefur alltaf heillað mig er hversu illa er farið með vísindastaðreyndir í kvikmyndum. Þess vegna gladdist ég við að lesa þessa frétt og í framhaldi af henni pfd-skjalið sem hún er unnin upp úr.

 

 

 

 

Svo rifjaði ég upp þessa síðu til að fá ögn stærri skammt af "skemmtindum".


Fyrir unnendur þýðverska lýðveldisins og aðra áhugamenn...

Lestur þessarar greinar minnti mig á margar góðar stundir sem ég hef átt á þeim stað sem um er fjallað. Nú er ekki laust við að maður sakni liðinna ára í Þýskalandi hinu góða.

Hver veit nema maður reyni að endurvekja þessar minningar hér heima á Fróni, veit einhver hvar hægt er að fá svona fínheit? 


Þessi 700 dýr

...þau búa öll villt. Hvernig býr maður (eða górilla) villt?

...voru drepnar... ...voru skotin til dauða... Voru þau ekki bara myrt???

...fundu lík þeirra... - hvar eru hræin?

Ein kvengórillan var þunguð. Eru ekki bara menn (þ.e. konur)  þunguð. Dýr eru það ekki.

380 dýr í einum þjóðgarði, 340 í öðrum gera samtals 720 en ekki 700. Mögulega þó 716 eftri þessi ljótu dráp.

...ungunum eru seldir sem gæludýr. Var hér górilla að skrifa frétt?

...drápin hafi verið til þess að ógna þjóðgarðsvörðunum... bein þýðing en fjandi slæm og barasta vitlaus íslenska.

Svo kemur fram á Wikipedia að  górillur eru nánast ekkert veiddar til matar heldur fyrir höfuð, hendur og fætur sem safnarar sækjast eftir. Ungarnir eru seldir til dýragarða, rannsóknaraðila og sem gæludýr.

Fyrir utan að ekki sé minnst á að fyrirsögnin bendir til fréttar um dýralíf en ekki neins voðaverknaðar sem þessi dráp vissulega eru.

<Það sem Stefán Pálsson segir>


mbl.is Aðeins 700 górillur eftir í heiminum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Föstudagsgleðisaga í boði Gúrúsins

Af því að það er föstudagur og ég í yndisskapi þá læt ég flakka á vefinn smásögu sem ég hef löngum haft gaman af. Vonandi gleður hún fleiri en mig þennan föstudaginn.

Þetta er sagan.


Hugsum fyrir okkur sjálf!

Í athugasemd við þessa færslu hjá Ágústi Bjarnasyni fann ég sögu sem á erendi til okkar allra, hvort sem við erum fylgjandi eða andvíg hnattrænni hlýnun. Enda finnst mér að sagan eigi við margt meira en bara spurninguna um hvort jörðin sé að hlýna eða ekki. Þetta er saga um að taka hlutunum með varúð og trúa ekki öllu umhugsunarlaust sem matreitt er fyrir okkur, hvort sem það er á Moggablogginu eða annars staðar.

Hugsum fyrir okkur sjálf! 

En hér er sagan: All in a Good Cause

 

 


Stúlkan snýst í báðar áttir - skynvilla

Spinning Shadow IllusionStúlkan snýst í báðar áttir!

 

Horfið á skuggann af henni í nokkrar sekúndur og rennið svo augunum hægt upp. Þá ætti hún að skipta um snúningsátt. 

Þar sem mbl.is sýnir ekki hreyfimyndina má skoða skynvilluna hérna.


Hlaðvarp, tónhlöður og orðhengilsháttur

Gott og vel. Fínt að nota íslensk orð sem mest en er hlaðvarp gegnsætt orð? Hvers vegna er podcast ekki notað í fyrirsögninni líka? Og ef út í það er farið hvers vegna heitir hlaðvarpsvefslóð mbl.is ekki hladvarp heldur podcast? Slóðin er mbl.is/podcast en svo kalla þeir podcast hlaðvarp? Stúbidd! Og til að kóróna allt, þá heitir bloggsíðan eða umræðusíðan ekki podcast.blog.is heldur hladvarp.blog.is. Skilur einhver þetta?

 Tónhlaða? Hvers vegna komst það ekki á listann yfir fallegustu íslensku orðin?


mbl.is Hlaðvarp á mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjörnuratleikur

 - og hér er ekki verið að tala um Parísar Hiltonur heldur alvöru stjörnur!

 

Kíktu á þessa slóð ef þú vilt læra þetta:  


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Gúrúinn lætur ljós sitt skína í myrkri annarra...

Höfundur

Gúrúinn
Gúrúinn

Tölvuvesenisti, skáld, pistlahöfundur, eiginmaður, faðir, vinur svo fátt eitt sé nefnt.

Vandamálið við almenna skynsemi er að hún er alls ekki almenn!

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Í samhengi
  • Í samhengi
  • Hvers vegna borðar fólkið ekki kökur?
  • EinarOgAuglýsingin
  • EinarOgAuglýsingin

Nota Bene

Ýmislegt

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 37677

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband