Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
17.2.2008 | 14:22
Engar auglýsingar lengur! Þökk sé Fjasaranum.
Brjánn Guðmundsson fjasaði um hvernig hægt er að slökkva á auglýsingunum blikkandi til hægri. Þær sjást ekki lengur hjá mér!
Þetta eru leiðbeiningarnar hans:
"Farið í stillingar->útlit->þemapakkar. sækið þemuna ykkar (zip skrá) og afþjappið á disk. í þemanu er ein css skrá, sem er stílsíða fyrir síðuna ykkar. aftast í hana bætið þið línunum:
#system-right-ad { display: none !important; }
#system-right #right-ad { display: none !important; }
búið síðan til nýja zip skrá. gætið Þess að til að kerfið taki við zip-skránni verður hún að hafa sama heiti og þemað (system name í yaml-skránni).
sjálfur breytti ég system name í 'fjas' og vistaði zip-skrána sem fjas.zip.
Einnig má breyta description í yaml-skránni, í eitthvað meira lýsandi, ss. NOVA killer
nú, þegar búið er að breyta css- og yaml skránum, er möppunni sem skrárnar eru í zippað og hún send til baka gegn um sömu síðu og þið sóttuð gamla þemað.
að því loknu þarf að fara í 'Velja þema' síðuna og velja þar nýja þemað. Athugið að description-textinn í yaml-skránni birtist í fellivalmyndinni. Hafið þið t.d. breytt description í 'NOVA killer' mun sá texti birtast sem heiti þemans.
góða skemmtun og gangi ykkur vel.
Lifi byltingin!
4.10.2007 | 19:42
my rough face caressed - ljóð
caressed by
infant fingers
my stubble played with
by tiny hands
softer than silk
a toothless smile
and silent laughter
feasting my eyes
a wet kiss
planted on my nose
and sucked hard
in the hope of
nourishment other than
my abundant love
17.8.2007 | 11:25
Nýtt starfsfók - vikulega!
Það viljum við! Um að gera að hafa starfsmannaveltuna sem mesta og halda sem minnst í starfsfólkið því ungviðið þarf jú að kynnast sem flestum. Þá er upplagt að hrekja þá sem álpast í vinnu á leikskólanna í burtu með smánar- og lúsarlaunum. Enda getur þetta krakkager bara alið sig upp sjálft, lyklabörnunum tókst það með ágætum, hvergi vottar fyrir eiturlyfjum eða ofbeldi og allir hugsa meira um náungann en sjálfan sig.
Nóg að kenna þeim að lesa og látum þau svo fá þessa bók
Lýsa yfir áhyggjum af starfsmannaskorti á leikskólum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 11:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.8.2007 | 08:59
Ég er @
Rakst á þessa föstudagsfrétt við tedrykkjuna...
Makalaust hvað sumu fólki dettur í hug.
Og ekki laust við að manni verði hugsað til vinar allra, hans Emails.
14.2.2007 | 09:56
Single Awareness Day
Í dag halda margir upp á Valentínusardaginn og gefa mörg pör og verðandi pör hvoru öðru einhverjar gjafir vegna þess. Gjafahefðin er nýtilkomin sem reyndar dagurinn sjálfur á Íslandi og er gott dæmi um hversu miklar kaupkindur Íslendingar eru að láta pranga inn á sig svona ammrískum cheesy-day.
Hins vegar hafa margir sem eru einhleypir ekkert við þennan Valentínusardag að gera enda ekki gaman að vera til þegar maður fær engar gjafir og hefur engan til að dekra við. Þess vegna hafa einhleypir tekið upp einhleypingadaginn eða Single Awareness Day. Þeir hópast þá saman til að ýmist halda upp á einhleypuna eða sýta hana.
Ég styð einhleypinga heils hugar enda hef ég verið einn af þeim. Því segi ég: Happy SAD!
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 18:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Gúrúinn lætur ljós sitt skína í myrkri annarra...
Nýjustu færslur
- Hættur á blog.is og farinn á the.guru.is
- Davíð útilokar ekki endurkomu í stjórnmálin.
- Hlutir settir í samhengi - með 2000 ára millibili
- Væntanlegur dómsmálaráðherra skilur ekki hvers vegna mótmælen...
- Hagfræði fyrir byrjendur!
- Flott "ekkisvar"
- Eina leiðin til að reka óráðamenn þar sem þeir hafa ekki siðg...
- Bankarnir þrír sameinaðir í einn: Gleðibankann
- "Ekkert að óttast - engin kreppa" segir Geir H. Haarde, nei f...
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- haiku
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- senryu
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- tanka
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Viska
- Vísindi og fræði
Nota Bene
Ýmislegt
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 37968
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Ég bar eftirfarandi fyrirspurn upp á kerfisblogginu en hef enn ekki fengið svar þrátt fyrir að annar aðili hafi beðið um svar fyrir mína hönd. Greinilegt að það er þöggun í gangi á óþægilegum spurningum.
***** FYRIRSPURN HEFST *****
" Ekki stendur til að selja auglýsingapláss inni á bloggsíðunum sjálfum."
Bíddu við, er bloggið mitt bara á hluta af síðunni sem sést í vafranum? Þannig að allur ramminn utan um, þar sem ég GET ekki skrifað, er auglýsingapláss eða pláss sem ég ræð ekki yfir?
Hvaða bull er þetta?
Vísar ekki vefslóðin (í mínu tilfelli http://guru.blog.is) á MITT blogg? Eða er slóðin sameiginleg eign mín og auglýsingamiðilsins mbl.is/blog.is? Þá er bloggið ekki mitt lengur er það?
***** FYRIRSPURN LÝKUR *****
Þar sem þeir eru svo að "laga" það í kerfinu hjá sér að hægt sé að stilla þemað þannig að maður fái enga auglýsingu þá er ég alvarlega að íhuga tvennt. Annars vegar að færa mig af blog.is og hins vegar að hætta að lesa blogg þar vegna auglýsinganna. Sem lesandi veit ég ekki hvort viðkomandi bloggari er með auglýsingu eða ekki fyrirfram og nenni ekki að eltast við að lesa bara þá sem borga fyrir auglýsingaleysið.
Þar sem ég er ekki mikið lesinn hér (enda nokk sama um það svo sem) þá er væntanlega lítil eftirsjá í mér en ég vona að ég nái að vekja einhverja til umhugsunar um þessi mál.