Færsluflokkur: haiku
13.12.2007 | 13:53
Jólasveina haiku :: Giljagaur
Giljagaur í fjós
með gráan hausinn sótti
mjólkurfroðu stal
Mynd stolið (í þetta sinn) af vef Þjóðminjasafnsins.
haiku | Breytt s.d. kl. 13:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.12.2007 | 13:28
Jólasveina haiku :: Stekkjastaur
Fyrir nokkrum árum samdi ég jólasveina haiku í tilefni þess að jólasveinarnir fóru að týnast til byggða. Þetta er sú fyrsta enda kom sá fyrsti í morgun. Njótið vel.
Hann Stekkjastaur vill
ærnar stirðfættur sjúga
það gengur ei vel
Ljósmyndin er fengin að láni frá vef Þjóðminjasafnsins.
haiku | Breytt s.d. kl. 13:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.11.2007 | 19:09
Ljóðaskrif á íslensku og ensku
Ég hef verið undanfarið að dunda mér við að skrifa haiku og önnur ljóð nær eingöngu á ensku. Það opnaðist fyrir mér heimur ljóðaunnenda á netinu og ég gekk inn í samfélag þar sem heitir pathetic.org.
Fyrst skrifaði ég eingöngu haiku en hef hent inn öðrum ljóðum svona inn á milli eftir því sem skáldskapargyðjan hefur blásið mér í brjóst.
Haiku er ævafornt japanskt ljóðform, 3 línur að lengd og reynir að fanga andartakið. Haiku vísar alltaf til einhverrar af árstíðunum fjórum. Haiku er 5/7/5, það er að segja að fyrsta og þriðja línan eru 5 "on" að lengd en önnur lína 7. Yfirleitt er einnig einskonar hik eða "brake" í haiku og þá í enda fyrstu eða annarar línu.
Ef viðfangsefnið er mannlegur breyskleiki og gamansemi þá kallast ljóðformið senryu en er að öðru leyti eins nema hvað það vantar árstíðartilvísunina og hikið.´
Einnig er til tanka (sem er fimm lína ljóð, 5/7/5/7/7, sem ég hef reynt örlítið við.
Ég hef verið hreinlínumaður í haiku skrifum, aðhyllst gamla skólann sem segir að japanska "on" sem ræður lengd línanna samsvari vesturlensku atkvæði. Það er ekki hægt að leggja "on" að jöfnu við atkvæði þannig að nýrri stefna í vesturlenskri haiku hefur verið að hafa haiku þrjár línur að lengd og ekki hafa meira en 17 atkvæði í ljóðinu sjálfu en skipting atkvæðanna sé orðin frjálsari.
Ég hef rétt verið að prófa þessa nýju haiku stefnu á ensku og líkar vel. Mig hefur lengi langað að gera veg haiku hærri á Íslandi en einhverra hluta vegna spreyta fá skáld sig á því ljóðformi. Ef einhver hefur áhuga á að vita meira um haiku, senryu eða tanka þá er þeim sama velkomið að hafa samband.
Ég bloggaði á haiku-formi í u.þ.b. ár og hér má sjá afraksturinn. Þeir sem nenna að lesa sig í gegn um þetta fá punkt hjá mér.
haiku | Breytt s.d. kl. 19:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.9.2007 | 13:41
Að blogga' í haiku
stíl er mörgum ofviða
- orðin eru þung
haiku | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.2.2007 | 10:44
Fjölþreifinn Fiennes
Fjölþreifinn Fiennes
hneykslar í háloftunum
konu á klói
Fiennes og flugfreyja í háloftahneyksli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
haiku | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.2.2007 | 10:38
Sunnumorgun
Ró og kyrrð ríkir
þennan sunnudagsmorgun
við sólarupprás
haiku | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Gúrúinn lætur ljós sitt skína í myrkri annarra...
Nýjustu færslur
- Hættur á blog.is og farinn á the.guru.is
- Davíð útilokar ekki endurkomu í stjórnmálin.
- Hlutir settir í samhengi - með 2000 ára millibili
- Væntanlegur dómsmálaráðherra skilur ekki hvers vegna mótmælen...
- Hagfræði fyrir byrjendur!
- Flott "ekkisvar"
- Eina leiðin til að reka óráðamenn þar sem þeir hafa ekki siðg...
- Bankarnir þrír sameinaðir í einn: Gleðibankann
- "Ekkert að óttast - engin kreppa" segir Geir H. Haarde, nei f...
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- haiku
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- senryu
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- tanka
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Viska
- Vísindi og fræði
Nota Bene
Ýmislegt
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 37940
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar