Færsluflokkur: Bloggar
25.9.2009 | 09:17
Hættur á blog.is og farinn á the.guru.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.4.2009 | 06:56
Hlutir settir í samhengi - með 2000 ára millibili
Ég vek athygli á þessari beinskeyttu færslu Ridar T Falls sem birtist um páskana. Segir þetta ekki allt sem segja þarf?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.1.2009 | 22:06
Væntanlegur dómsmálaráðherra skilur ekki hvers vegna mótmælendur borðar ekki kökur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.11.2008 | 08:49
Hagfræði fyrir byrjendur!
Í þorpi einu birtist maður og kvaðst vilja kaupa apa af þorpsbúum á 1000 krónur stykkið. Þar sem mikið var um apa í nágrenni þorpsins fóru þorpsbúar að veiða apana og selja manninum þá. Maðurinn keypti þúsundir apa af þorpsbúum á 1000 krónur.
Þegar framboðið fór að minnka bauðst maðurinn til að borga 2000 krónur fyrir apann. Aftur jókst framboðið um tíma, en síðan minnkaði það enn frekar og hætti loks alveg þar sem erfiðara var fyrir þorpsbúa að finna fleiri apa til að selja.
Maðurinn tilkynnti þá að hann mundi borga 5000 krónur fyrir hvern apa sem hann fengi, en hann þyrfti að skreppa frá í smá tíma og aðstoðarmaður hans mundi sjá um kaupin á meðan. Eftir að maðurinn var farin hóaði aðstoðarmaðurinn þorpsbúum saman og bauðst til að selja þeim apana, sem voru geymdir í búrum, á 3500 krónur stykkið. Fólkið gæti svo þegar maðurinn kæmi aftur selt honum apana á 5000 krónur. Þorpsbúar söfnuðu saman öllu sínu sparifé og keyptu apana af aðstoðarmanninum. Síðan hefur ekkert spurst til mannsins eða aðstoðarmannsins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.11.2008 | 09:28
Flott "ekkisvar"
Hannes nær (og náði) að skauta framhjá með þessu svari endurskoðandans, þar sem hann játar hvorki eða neitar. Þetta er skólabókardæmi um að koma sér hjá því að svara nákvæmlega með því að staðfesta hluta (við skrifuðum uppá) en láta annað kyrrt liggja. Þannig er best að fara með sannleikann þegar maður vill leyna honum.
Eftir stendur ósvarað hvort a) Hannes millifærði þennan pening (hvort svo hann skilaði honum er annað mál) og b) hvort endurskoðendur neituðu að skrifa upp á nema þetta yrði "lagfært".
Eins og einhver sagði, hann stal úr búð og málið var látið falla niður vegna þess að hann skilaði því sem hann stal til baka. Talsmaður búðarinnar segir svo ekki óalgengt að vörur færist á milli húsa en það sé ok ef þær skila sér að lokum til baka.
Og fréttamiðlarnir létu gott heita...
Hannes vísar ásökunum á bug | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Kosningar er eina leiðin fyrir okkur til að reka þennan rumpulýð sem á að vinna fyrir okkur en ekki ota bara sínum tota. Þeir fá þokkalegt fyrir að hafa ákveðna ábyrgð en þurfa þá jafnframt að axla ábyrgðina.
Burtséð frá því hvar við erum í pólitík, þá er ljóst að ráðamenn hafa ekki staðið sig, eftirlitskerfin sem ráðamenn bera ábyrgð á hafa ekki staðið sig og þeir flotið steinsofandi í roti að feigðarósinum sem við erum stödd við núna.
Burt með þá! Kjósum upp á nýtt!
Vill að kosið verði í vor | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.10.2008 | 20:48
Bankarnir þrír sameinaðir í einn: Gleðibankann
Tíminn líður hratt á gervihnatta öld
Hraðar sérhvern dag, hraðar sérhvert kvöld
Ertu stundum hugsandi yfir öllum gulu miðunum
Þú tekur kannski of mikið út úr Gleðibankanum
Hertu upp huga þinn, hnýttu allt í hnút
Leggur ekkert inn, tekur bara út
Syndir þínar sem þú aldrei drýgðir sitja í þankanum
Óútleystur tékki í Gleðibankanum
Þú skalt syngja lítið lag
Um lífsgleðina sjálfa í brjósti þér
Og láttu heyra að þú eigir litið gleðihús
Kósi lítið lag, sem gæti gripið mig og hvern sem er
Þú leggur ekki in í Gleðibankann tóman blús
Þú skalt syngja lítið lag
Um lífsgleðina sjálfa í brjósti þér
Og láttu heyra að þú eigir litið gleðihús
Kósi lítið lag, sem gæti gripið mig og hvern sem er
Þú leggur ekki in í Gleðibankann tóman blús
Hertu upp huga þinn, hnýttu allt i hnút
Leggur ekkert inn, tekur bara út
Syndir þínar sem þú aldrei drýgðir sitja í þankanum
Óútleystur tékki í Gleðibankanum
Þú skalt syngja lítið lag
Um lífsgleðina sjálfa í brjósti þér
Og láttu heyra að þú eigir litið gleðihús
Kósi lítið lag, sem gæti gripið mig og hvern sem er
Þú leggur ekki in í Gleðibankann tóman blús
Flytjandi: Icy
Lag: Magnús Eiríksson
Texti: Magnús Eiríksson
fengið frá http://www.icetones.se/textar/g/gledibankinn.htm
Leturbreytingar eru Gúrúsins
Engin niðurstaða enn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.9.2008 | 17:37
"Ekkert að óttast - engin kreppa" segir Geir H. Haarde, nei fyrirgefiði George W. Bush
Þarf að segja meira? Leiðtogarnir vita þetta - við þurfum bara að halda kjafti og treysta þeim...
PS: Þetta er bara fyrir samsæriskenningasmiðina:
Ég tók eftir að ef maður telur stafina í nöfnunum þeirra þá eru þeir speglaðir.
Geir: 4 - 1 - 6
Bush: 6 -1 - 4
OG
Geir Hilmar Haarde : 4 - 6 - 6
George Walker Bush: 6 - 6 - 4
Tilviljun?????????
Ég held ekki........................
Bush segir markaði ráða við fjármálaóróa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.9.2008 | 13:01
Arnþór Helgason er skarpskyggn!
Ég varð bara að benda á þessa færslu hans varðandi launamun ljósmæðra og dýralækna.
Hvað útskýrir launamuninn? Kíkið á færsluna hans.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Gúrúinn lætur ljós sitt skína í myrkri annarra...
Nýjustu færslur
- Hættur á blog.is og farinn á the.guru.is
- Davíð útilokar ekki endurkomu í stjórnmálin.
- Hlutir settir í samhengi - með 2000 ára millibili
- Væntanlegur dómsmálaráðherra skilur ekki hvers vegna mótmælen...
- Hagfræði fyrir byrjendur!
- Flott "ekkisvar"
- Eina leiðin til að reka óráðamenn þar sem þeir hafa ekki siðg...
- Bankarnir þrír sameinaðir í einn: Gleðibankann
- "Ekkert að óttast - engin kreppa" segir Geir H. Haarde, nei f...
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- haiku
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- senryu
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- tanka
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Viska
- Vísindi og fræði
Nota Bene
Ýmislegt
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 37968
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar