3 minnisstæðar

Ég var að rifja upp um daginn hvaða hljómplötur væru mér minnisstæðar. Í fljótu bragði voru þær bara þrjár sem ég gat hent festur á.

 

 

Diamond Dogs

 

Fyrsta ber að telja plötuna Diamond Dogs með David Bowie. Þetta var merkilegt nokk fyrsta plata Bowies sem ég hlustaði á. Ég hafði auðvitað heyrt í útvarpinu eitthvað af lögunum hans en ekki komist upp á lag með hann fyrr en við þessa plötuhlustun.

Ég fékk hana að (eilífðar)láni frá Siggu Eysteins, kærustu Kidda bestavinar og æskufélaga míns. Þessi plata fór ekki af fóninum í nokkra mánuði og var nánast spiuð í tætlur. Ég hafði nýlokið við að lesa 1984 (og auðvitað Animal Farm) og hafði verið að velta fyrir mér stjórnmálum þannig að maður fékk hugmyndafræði Orwells beint í æð ásamt vænum skammti af glamrokki og rebelli. 

Og ekki spillti coverið fyrir!

 Ég var einlægur aðdáandi Bowies fram að Let's Dance plötunni, þá gafst ég upp á honum.

 

 

 

 

 

Dark Side of the MoonNæsta plata er Dark Side of the Moon með vini mínum, honum Pink Floyd. Kiddi bestivinur lét mig hlusta á hana í nýja steríó plötuspilara stóra bróður síns og þarna heyrði ég víðóm í fyrsta skipti.

Það var magnað að heyra peningahljóðin færast frá hægri til vinstri og aftur til baka fyrir aftan mann. Vá! Ekki skrítið þótt Kiddi vildi endilega deila þessari upplifun með einhverjum. Enda rukum við beint út og náðum í annan gaur til að leyfa að hlusta.

Spurning hvort Hörður hafi vitað af því að krakkastóðið lá í nýju græjunni hans...? 

Annars þarf ekkert að lofa Pink Floyd neitt sérstaklega, þeir eru fullfærir um að láta verkin tala. DSoM, Wish You Were Here og Animals eru heimsklassaverk.

 

 

 

 

 

Music From The Penguin Café

 

Síðasta platan sem ég rifja upp er Music from Penguin Café Orchestra með Penguin Café Orchestra. Ég kynntist henni í geg um Ásgeir vin minn þegar við vorum saman í enskunni í HÍ.

Tónlist PCO er varla hægt að flokka, hún er svona klassísk/rokk/þjóðlaga, minnir á mínimalismann Philip Glass en samt alveg sér á báti.

Ég hélt alltaf að PCO væri jaðarjaðartónlist en rak upp stór augu og eyru þegar ég sá í sjónvarpi Still Life at the Penguin Cafe, ballett í flutningi Royal Ballet þar sem Jeremy Irons hefur flutninginn með því að minnast þess að Íslendingar drápu síðastu geirfugana í Eldey 3. júní 1844. Og svona til að flækja málið þá var þetta í Þýskalandi en sjónvarpsstöðin var frönsk (Arte).

Ballettinn var samt flottur. Hann er reyndar það eina sem ég á ekki með þeim eftir því sem ég best veit. Kaupi hann næst þegar ég er í London.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gúrúinn lætur ljós sitt skína í myrkri annarra...

Höfundur

Gúrúinn
Gúrúinn

Tölvuvesenisti, skáld, pistlahöfundur, eiginmaður, faðir, vinur svo fátt eitt sé nefnt.

Vandamálið við almenna skynsemi er að hún er alls ekki almenn!

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Í samhengi
  • Í samhengi
  • Hvers vegna borðar fólkið ekki kökur?
  • EinarOgAuglýsingin
  • EinarOgAuglýsingin

Nota Bene

Ýmislegt

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband