14.9.2007 | 13:18
Að bera í bakkafulla Britney (eða hvers vegna er verið að tala um að hún sé feit?)
Frammistaða Britney Spears á MTV tónlistarhátiðinni um daginn hefur verið mikið rædd á kaffistofum landsins og víðar. Það er mikið talað um að hún hafi verið feit, í lélegu formi, gat ekki dansað og lippsynkaði (þóttist syngja, hreyfði varirnar með afspiluðum söng). Hvað svo sem má segja um hana og frammistöðu hennar þar þá er eitt sem ég skil ekki.
Britney Spears feit?? Hvað er fólk að tala um? Hún er ekki eins grönn eins og hún hefur stundum verið, hún er ekki eins grönn og Kate Moss eða aðrar ofurfyrirsætur sem tískuheimurinn snýst um og hún er ekki eins grönn og Nicole Richie. Hún er ekki sleikjóstelpa, þ.e. eins og sleikipinni í laginu.
Á hún að vera eins og myndin til hægri? Er þá hægt að segja að hún sé grönn? Kommon, fólk. Britney er ekki feit. Ekki einu sinni hægt að kalla hana svapholda.
Ég vil frekar hafa Britney eins og hún var á MTV heldur en eins og fyrirsætan (væntanlega sáluga) hér til hægri. En hún dansaði illa, er í slæmu formi og var ekki í takti við sjálfa sig. En það er ekki til umræðu hér.
Um bloggið
Gúrúinn lætur ljós sitt skína í myrkri annarra...
Nýjustu færslur
- Hættur á blog.is og farinn á the.guru.is
- Davíð útilokar ekki endurkomu í stjórnmálin.
- Hlutir settir í samhengi - með 2000 ára millibili
- Væntanlegur dómsmálaráðherra skilur ekki hvers vegna mótmælen...
- Hagfræði fyrir byrjendur!
- Flott "ekkisvar"
- Eina leiðin til að reka óráðamenn þar sem þeir hafa ekki siðg...
- Bankarnir þrír sameinaðir í einn: Gleðibankann
- "Ekkert að óttast - engin kreppa" segir Geir H. Haarde, nei f...
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- haiku
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- senryu
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- tanka
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Viska
- Vísindi og fræði
Nota Bene
Ýmislegt
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 37941
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ég er algjörlega sammála þér, að segja svona er hrein bilun og ábyggilega er fólkið sem heldur því fram að hún sé feit, ekkert svo sérstaklega grindhorað sjálft
halkatla, 14.9.2007 kl. 13:42
Sælar.
Mikið er ég sammála. Ég hef nú bloggað talsvert um Britney blessaða því ég finn til með henni. Það er eins og allir vilji barasta taka hana af lífi, botna ekki í þessari grimmd.
Hún kannski kjáni en umframallt er hún ungur fíkill sem veit ekki aura sinna tal. Hún hefur enga stjórn á eigin lífi þegar hún er í neyslu, það sanna dæmin.
Ég hef líka bent á að það nákvæmlega sama hvað fólki á Íslandi finnst um Pamelu, Paris Hilton, Tommy Lee og Britney þá er eitt staðreynd með allt þetta fólk og það er að almenningur í milljónatali vill kaupa vöruna þeirra, það talar sínu máli.
Sigurjón Sigurðsson, 14.9.2007 kl. 13:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.