10.8.2007 | 09:41
Þessi 700 dýr
...þau búa öll villt. Hvernig býr maður (eða górilla) villt?
...voru drepnar... ...voru skotin til dauða... Voru þau ekki bara myrt???
...fundu lík þeirra... - hvar eru hræin?
Ein kvengórillan var þunguð. Eru ekki bara menn (þ.e. konur) þunguð. Dýr eru það ekki.
380 dýr í einum þjóðgarði, 340 í öðrum gera samtals 720 en ekki 700. Mögulega þó 716 eftri þessi ljótu dráp.
...ungunum eru seldir sem gæludýr. Var hér górilla að skrifa frétt?
...drápin hafi verið til þess að ógna þjóðgarðsvörðunum... bein þýðing en fjandi slæm og barasta vitlaus íslenska.
Svo kemur fram á Wikipedia að górillur eru nánast ekkert veiddar til matar heldur fyrir höfuð, hendur og fætur sem safnarar sækjast eftir. Ungarnir eru seldir til dýragarða, rannsóknaraðila og sem gæludýr.
Fyrir utan að ekki sé minnst á að fyrirsögnin bendir til fréttar um dýralíf en ekki neins voðaverknaðar sem þessi dráp vissulega eru.
<Það sem Stefán Pálsson segir>
Aðeins 700 górillur eftir í heiminum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 09:47 | Facebook
Um bloggið
Gúrúinn lætur ljós sitt skína í myrkri annarra...
Nýjustu færslur
- Hættur á blog.is og farinn á the.guru.is
- Davíð útilokar ekki endurkomu í stjórnmálin.
- Hlutir settir í samhengi - með 2000 ára millibili
- Væntanlegur dómsmálaráðherra skilur ekki hvers vegna mótmælen...
- Hagfræði fyrir byrjendur!
- Flott "ekkisvar"
- Eina leiðin til að reka óráðamenn þar sem þeir hafa ekki siðg...
- Bankarnir þrír sameinaðir í einn: Gleðibankann
- "Ekkert að óttast - engin kreppa" segir Geir H. Haarde, nei f...
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- haiku
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- senryu
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- tanka
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Viska
- Vísindi og fræði
Nota Bene
Ýmislegt
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já Gúrú, þetta er broslega orðuð frétt. Ég er einmitt oft að pæla í því hvað gangi að þeirri manneskju sem skrifar fréttir á Mbl.is? Það er eitthvað mikið að.
Svava frá Strandbergi , 10.8.2007 kl. 10:23
Reyndar gæti sumt þarna verið fullkomlega skynsamlega orðað ef maður les það út frá sjónarhorni þeirra sem telja mannapa eiga að njóta réttinda til jafns á við mannfólkið.
Elías Halldór Ágústsson, 13.8.2007 kl. 23:19
En já, það er ein mjög alvarleg villa þarna: það eru tugþúsundir af górillum í heiminum, en hins vegar einungis í kringum 700 fjallagórillur.
Elías Halldór Ágústsson, 14.8.2007 kl. 00:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.