Hver á tónlistina?

Ég rakst á þessa grein Pálma Gunnarssonar og hvet alla til að kynna sér hana. Réttindaleysi tónlistarmanna er sláandi og sérstaklega sorglegt að lesa athugasemd Ómars Ragnarssonar.

Ég veit að þetta er svona enda hef ég fylgst með og oft rætt þess mál við vin minn, Hörð Torfa. Hann hefur sagt mér svakalegar sögur úr bransanum þegar maður er ekki hjá þessu eina útgáfufyrirtæki sem öllu ræður og þykist selja alla tónlist jafnt.

Er ekki málið að menn hika ekki við að stela tónlist (af netinu og víðar) vegna þess að þeir vita að þeir eru að stela frá Fyrirtækinu en ekki listamanninum sem Fyrirtækið er búið að misnota? Ég er viss um að fólk hætti að stela tónlist mikið til ef það vissi að listamaðurinn sjálfur fengi þann pening sem hann á skilið.

Hvað um það, lesið greinina hans Pálma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir kvittið í gestabókina :) Það sem Pálmi skrifar í greininni og þú vísar í er m.a. ástæðan fyrir áhuga mínum á að þessum málum sé haldið á lofti í umræðunni sem og reynsla Harðar af „jafnræði“ í tónlistarsölu. Það á enginn að komast upp með að vera í þeirri stöðu sem samsteypan sem öllu ræður á þessum markaði er. Það væri áhugavert fyrir þig ef þú ert ekki búinn að lesa komment Sveins Hjartar hjá mér í dag af því að reyna að finna disk í stærstu hljómplötuverslun landsins sem ekki var gefinn út hjá „réttum“ útgefanda.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 10.6.2007 kl. 12:48

2 Smámynd: Gúrúinn

Ég kíki á kommentið hans Sveins.

Gúrúinn, 10.6.2007 kl. 12:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gúrúinn lætur ljós sitt skína í myrkri annarra...

Höfundur

Gúrúinn
Gúrúinn

Tölvuvesenisti, skáld, pistlahöfundur, eiginmaður, faðir, vinur svo fátt eitt sé nefnt.

Vandamálið við almenna skynsemi er að hún er alls ekki almenn!

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Í samhengi
  • Í samhengi
  • Hvers vegna borðar fólkið ekki kökur?
  • EinarOgAuglýsingin
  • EinarOgAuglýsingin

Nota Bene

Ýmislegt

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband