Ritskoðun eða klaufaskapur?

Hvers vegna er ekki vísað á bloggsíðu Valdísar? Óttast Mogginn samkeppnina eða er bannað að vísa á önnur blogg en blog.is? Þetta er ekki í fyrsta skipti sem fjallað er um blogg annarra en ekki vísað á það eða slóðin gefin upp.

Valdís bloggar á http://vallarinn.blogspot.com/ ef einhver vill fylgjast með skemmtilegum skrifum hennar.


mbl.is Ron Jeremy meðal aðdáenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón N. Jónsson

Mér fynnst óviðeigandi að benda á linka á önnur blogg sem eru ekki í sama gæðaflokki og Morgunblaðið býður notendum sínum uppá í dag.  Ég hef tilkinnt um þessi skrif til stjórnanda Morgunblaðsins í gegnum tilkinningarkerfið og vona að það verði um snör handtök að ræða við að hafa samband við viðkomandi skrifara og efnistök hans leyðrétt strax.

Sigurjón N. Jónsson, 2.5.2007 kl. 16:06

2 identicon

"Mér fynnst óviðeigandi að benda á linka á önnur blogg sem eru ekki í sama gæðaflokki og Morgunblaðið býður notendum sínum uppá í dag.  Ég hef tilkinnt um þessi skrif til stjórnanda Morgunblaðsins í gegnum tilkinningarkerfið og vona að það verði um snör handtök að ræða við að hafa samband við viðkomandi skrifara og efnistök hans leyðrétt strax."

 

Það ætti kannski að taka upp lágmarks stafsetningarkunnáttu á þessu " yfirburða " bloggi hjá morgunblaðinu, þá mættir þú ekki koma hingað.

 

Leyðrétting er skrifað leiðrétting. Þarna fórstu illa með það að vera yfir öðrum ekki satt ? leitt að heyra.

axel (IP-tala skráð) 2.5.2007 kl. 16:30

3 Smámynd: Sigurjón N. Jónsson

Ég hef kannski ekki haft sömu námmstækifæri og þú vegna erfiðleika á heimilinu mínu í æsku en ég má samt seigja það sem mér býr í huga og brjóstinu þegar ég vil.  Ég er þakklátur fyrir að Morgunblaðið skuli hafa búið til svona tækifæri fyrir mig og annað fólk til að segja það sem skiptir máli í þjóðmálaumræðuni og er glaður yfir öllum þeim jákvæðu viðbrögðum sem ég fæ hvar sem er.

Sigurjón N. Jónsson, 2.5.2007 kl. 17:05

4 Smámynd: Gúrúinn

Sigurjón:

Ég skil nú ekki almennilega hvers vegna það er óviðeigandi að benda á önnur blogg. Burtséð frá því hvort kerfið er betra (það er hellingur af fólki sem kýs ekki Moggabloggið vegna takmarkana/galla á því) þá finnst mér bara skrítið að Mogginn skuli tala um önnur blogg eða aðra vefi og ekki setja inn link á það sem fjallað er um. Það er eiginlega bara til þægindaauka fyrir lesendur og ekkert annað. Googlaðir þú kannski síðuna hennar Valdísar? Eða langaði þig ekkert að lesa hana fyrst hún var ekki á Moggablogginu?

Ég samþykkti þig sem bloggvin enda tel ég að þú viljir fylgjast með skrifum mínum (hvort sem það er í ritskoðunar- og tilkynningarskyni eða ekki, mér er slétt sama hvort veldur). Ég verð samt að hryggja þig með að enn hefur enginn haft samband við mig eða tekið út færsluna, kannski voru þeir bara farnir heim í dag.

Axel:

Mér finnst smekklaust að gera athugasemd við stafsetningu Sigurjóns. "Rétt" stafsetning skiptir ekki máli í skoðanaskiptum. Ég ætla samt ekki að klaga þig til Moggabloggsins  Þú sleppur í þetta sinn.

Gúrúinn, 2.5.2007 kl. 19:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gúrúinn lætur ljós sitt skína í myrkri annarra...

Höfundur

Gúrúinn
Gúrúinn

Tölvuvesenisti, skáld, pistlahöfundur, eiginmaður, faðir, vinur svo fátt eitt sé nefnt.

Vandamálið við almenna skynsemi er að hún er alls ekki almenn!

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í samhengi
  • Í samhengi
  • Hvers vegna borðar fólkið ekki kökur?
  • EinarOgAuglýsingin
  • EinarOgAuglýsingin

Nota Bene

Ýmislegt

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband