Evrópuaðild?

Ég hef oft velt því fyrir mér hvort Ísland eigi að ganga í Evrópusambandið þótt ég hafi ekki orðið svefnlaus út af því. En mér finnst þó sýna vel hversu lítils virtir við íslendingar erum í hinni stóru og víðfemu Evrópu (eða Júrópu eins og hún héti væntanlega ef við værum meðlimir) að þeir voga sér að setja eitt helsta skemmtiefni íslendinga á sama dag og hitt helsta skemmtiefni íslendinga. Hér tala ég um annars vegar Evróvísjón og hins vegar kosningarnar. Halda hinir háu herrar í Brüssel að við höndlum tvær kosningar sama daginn??? Og hvað þegar Eiríkur rauði vinnur? Er virkilega ætlast til þess að tölur úr Kraganum víki fyrir fagnaðarfréttunum í ríkissjónvarpi allra landsmanna? Hér vitna ég í ofurborgaðan og yfirvinnuglaðan yfirmann nýja og frekar hlutafélagsins (hvers vegna að hafa hlutafélag með einum hlut og einum eiganda? Svo hægt sé að greiða innmúruðum hærri laun?)

Með ofangreint að leiðarljósi er ljóst að við eigum ekki heima í Evrópu að sinni. Hafið það í huga í komandi kosningum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gúrúinn lætur ljós sitt skína í myrkri annarra...

Höfundur

Gúrúinn
Gúrúinn

Tölvuvesenisti, skáld, pistlahöfundur, eiginmaður, faðir, vinur svo fátt eitt sé nefnt.

Vandamálið við almenna skynsemi er að hún er alls ekki almenn!

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í samhengi
  • Í samhengi
  • Hvers vegna borðar fólkið ekki kökur?
  • EinarOgAuglýsingin
  • EinarOgAuglýsingin

Nota Bene

Ýmislegt

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband