1.3.2007 | 08:40
Heiðmerkurljóð
Þættinum barst tölvubréf:
Gunnar hefur holdin best
hulin vænni puru
Sagður elska ýtur mest
en ekki greni og furu
Kópavogi ríkur réð
með ráðslag allt til sóma
Undirhöku hnellna með
og heldur digurróma
Reykjavík er ríki eitt
sem ræflar einir byggja
og gera flestum lífið leitt
og landsmenn aðra hryggja
Dólgar réðu veitu vatns-
og vildu á henni græða
Þá mælti Gunnar mikið hvass:
"Vér munum eigi blæða"
Sendi ýtur allar skjótt
- ítem gröfur vænar -
upp í Heiðmörk undir nótt
og atti á hlíðar grænar
Það frétti peysu- lopa- lið
og lagsmenn kommónista
og upphóf skjótt að sínum sið
að senda kærulista
Engra griða Gunnar bað
- geystist skjótt í slaginn -
féndur alla í kútinn kvað
í Kastljósi um daginn
Skelfir Gunnar skógarmenn
sem skæður refsilogi
Sílspikaður situr enn
í sæmd í Kópavogi
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ljóð, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Gúrúinn lætur ljós sitt skína í myrkri annarra...
Nýjustu færslur
- Hættur á blog.is og farinn á the.guru.is
- Davíð útilokar ekki endurkomu í stjórnmálin.
- Hlutir settir í samhengi - með 2000 ára millibili
- Væntanlegur dómsmálaráðherra skilur ekki hvers vegna mótmælen...
- Hagfræði fyrir byrjendur!
- Flott "ekkisvar"
- Eina leiðin til að reka óráðamenn þar sem þeir hafa ekki siðg...
- Bankarnir þrír sameinaðir í einn: Gleðibankann
- "Ekkert að óttast - engin kreppa" segir Geir H. Haarde, nei f...
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- haiku
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- senryu
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- tanka
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Viska
- Vísindi og fræði
Nota Bene
Ýmislegt
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hahahaha, ekki vantar skotin, ekki hissa að nafnleind sé á þessu.
Kv. SigfúsSig.
Sigfús Sigurþórsson., 1.3.2007 kl. 09:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.