Pizza Hut Horror

Fór með smáfjölskylduna (þ.e. unglingurinn var ekki meðferðis) á Pizza Hut í gærkvöldi. Þvílik upplifun! Biðum í 40 mínútur eftir því að fá að vita að "ólag var í tölvunni" og pöntunin okkar hafði týnst. Þjóninn (ef það er hægt að kalla unglinginn það sem tilkynnti okkur tíðindin) sór og sárt við lagði að við værum komin með matinn á borðið eftir rétt rúmar 5 mínútur. Með þá staðfestingu létum við til leiðast og pöntuðum aftur. Um það bil korteri seinna kom svo maturinn en þá tók ekki betra við. Mér var boðin einhver kjúklingapizza sem ég hafði ekki pantað og svo kom í ljós að "rétta" pöntunin mín fannst en þjónspilturinn hafði þá náð að klúðra henni líka. Ég tók við því sem hann hafði valið handa mér enda nenntum við ekki að bíða lengur. Það var haft á orði að ég skyldi biðja um afslátt við borgun en ég bendi nú á að ég ætti ekki að þurfa að gera það, staðurinn ætti hreinlega að bjóða mér það að fyrra bragði.

Svo kom í ljós að maturinn minn var með jalapenos sem ég er hættur að þola og því sleppti ég að snæða þarna en stal mér sneið frá dótturinni.

Svo þegar kom að borgun þá tilkynnti ég að ég hyggðist ekki borga enda ekki vanur því að fara svangur af veitingastöðum tæpum tveimur tímur eftir fyrstu pöntun. Eftir smá reikistefnu var það samþykkt. En eftir stendur að staðurinn fær einkuninna 2 og þá eingöngu vegna þess að ég var beðinn afsökunar í lokin þótt það væri bara í mýflugumynd. Í þessu öllu komst ég að því að Pizza Hut er í raun ekkert nema skyndibitastaður, þrátt fyrir borðþjónustu. Þarna voru bara unglingar við vinnu, varla nokkur yfir tvítugu og það á laugardagskvöldi kl 8. Það sparar laun og þá jafnframt þjónustu við kúnnann.

 Hér eftir verður ekki farið aftur á Pizza Hut.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Kærar þakkir fyrir upplýsingarnar. Ég fer þá örugglega ekki á Pizz Hut ef mig langar í pizzu.

Svava frá Strandbergi , 11.2.2007 kl. 19:21

2 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ég lenti í svipuðu.. fór tvisvar eftir það, bara til að þetta er regla frekar en undantekning. Veitti því einmitt athygli, eins og þú bendir á, að starfsfólkið virðist ekki búið að ná aldri til að vera úti á kvöldin hvað þá að vinna á svona stað.

Heiða B. Heiðars, 11.2.2007 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gúrúinn lætur ljós sitt skína í myrkri annarra...

Höfundur

Gúrúinn
Gúrúinn

Tölvuvesenisti, skáld, pistlahöfundur, eiginmaður, faðir, vinur svo fátt eitt sé nefnt.

Vandamálið við almenna skynsemi er að hún er alls ekki almenn!

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • Í samhengi
  • Í samhengi
  • Hvers vegna borðar fólkið ekki kökur?
  • EinarOgAuglýsingin
  • EinarOgAuglýsingin

Nota Bene

Ýmislegt

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 37943

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband