Færsluflokkur: Lífstíll

Raunverulegur matur? eða very old McDonald og borgaranir hans

Rakst á þetta myndband hjá bloggvinkonu minni, Naglanum.

Held að það ætti að sjást sem víðast. Takið sérstaklega eftir síðustu setningunum í myndbandinu...

 

 


Skegg á skegg ofan (eða Úrslit heimsmeistarakeppninnar í alskegg- og yfirvarahárvexti 2007)

fullbfree2nd   Þar sem Gúrúinn hefur haldið uppi sprettu á grönum um nokkurt skeið fannst honum þessi keppni ansi áhugaverð. Uppskera Gúrúsins á nú langt í land með að ná þessum fræknu verðlaunapallaandlitsgróðri og hann hyggur ekkert á neinn frama í þeim efnum. Keppninni er hins vegar komið á framfæri hér öðrum til yndis og ánægjuauka.

The 17th century women's guide to looking good

 

 

 

  Eintak fágætar handbókar frá árinu 1694, The Ladies' Dictionary: being a General Entertainment for the Fair Sex, verður boðið upp í næsta mánuði. 

 

 

  Í henni er að finna ráð varðandi  megrun, make-up, stefnumót en aðallega er fjallað um það sem hrjáir konur enn þann dag í dag en það er skvapholdið.

 

  Lesið meira um handbókina.


Hvernig kaffi ertu?

 Ég er  Bankakaffi.

 

Samkvæmt því er ég harðduglegur og vinnusamur einstaklingur sem mætir fyrstur allra á kontórinn og fer síðastur heim. Vinnufélagar mínir líta upp til mín og hugsa með sér í hljóði hvaðan ég fái alla þessa orku.

 

Þeir vita ekki sem er. Ég fær nefnilega allan dugnaðinn úr bankakaffinu góða.

 

Bankakaffi er samheiti fyrir gamla góða uppáhellinginn en dregur nafn sitt af ókeypis kaffi í bönkum. VARÚÐ: Ef bankakaffi fær að standa á brúsanum of lengi verður það súrt.

 

 

Samkvæmt kaffiprófinu er ég
Bankakaffi!
..sívinsælt og bráðnauðsynlegt.
Hvernig kaffi ert þú eiginlega?

Ég er @

 

 

 

Rakst á þessa föstudagsfrétt við tedrykkjuna...

 

 

Makalaust hvað sumu fólki dettur í hug.

Og ekki laust við að manni verði hugsað til vinar allra, hans Emails. 


Fyrir unnendur þýðverska lýðveldisins og aðra áhugamenn...

Lestur þessarar greinar minnti mig á margar góðar stundir sem ég hef átt á þeim stað sem um er fjallað. Nú er ekki laust við að maður sakni liðinna ára í Þýskalandi hinu góða.

Hver veit nema maður reyni að endurvekja þessar minningar hér heima á Fróni, veit einhver hvar hægt er að fá svona fínheit? 


Hugsum fyrir okkur sjálf!

Í athugasemd við þessa færslu hjá Ágústi Bjarnasyni fann ég sögu sem á erendi til okkar allra, hvort sem við erum fylgjandi eða andvíg hnattrænni hlýnun. Enda finnst mér að sagan eigi við margt meira en bara spurninguna um hvort jörðin sé að hlýna eða ekki. Þetta er saga um að taka hlutunum með varúð og trúa ekki öllu umhugsunarlaust sem matreitt er fyrir okkur, hvort sem það er á Moggablogginu eða annars staðar.

Hugsum fyrir okkur sjálf! 

En hér er sagan: All in a Good Cause

 

 


Rökstuðningur

Hver er rökstuðningurinn fyrir gegnlagningu Löffa? Hér er einungis um hálffrétt að ræða. Hvar er vaskur fréttamaður að redda þeim upplýsingum sem á hana vantar þegar hans er þörf?

Burtséð frá því hvort Goldfinger sé löglegur, siðlegur eða hver kyns -legur þá  finnst mér það vera alvarlegt mál að neita um áframhaldandi leyfi til reksturs án nokkurs rökstuðnings og þar með kippa fótunum undan bullandi rekstri.

Er það nú stefna hjá Lögregluembættinu að leggjast gegn öllum endurnýjunum strippleyfa?

Hvar er afgangurinn af fréttinni???? 


mbl.is Goldfinger missir leyfi til nektarsýninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Gúrúinn lætur ljós sitt skína í myrkri annarra...

Höfundur

Gúrúinn
Gúrúinn

Tölvuvesenisti, skáld, pistlahöfundur, eiginmaður, faðir, vinur svo fátt eitt sé nefnt.

Vandamálið við almenna skynsemi er að hún er alls ekki almenn!

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Í samhengi
  • Í samhengi
  • Hvers vegna borðar fólkið ekki kökur?
  • EinarOgAuglýsingin
  • EinarOgAuglýsingin

Nota Bene

Ýmislegt

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband