Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
10.9.2007 | 07:38
nasistagildi (senryu)
nasistagildi
eru dæmd að vera slæm
þótt þau séu góð
Þýsk sjónvarpsstjarna rekin fyrir að vegsama fjölskyldugildi nasista | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.9.2007 | 18:06
Sigurður Kári Kristjánsson
Ég skil ekki hvernig Sigurður Kári Kristjánsson hugsar. Hann er búinn að vera að býsnast út af því að Íslandspóstur sé í samkeppni við önnur fyrirtæki og sé komið langt út fyrir verksvið sitt sem er að senda póst. Hann vill því selja fyrirtækið.
Ég er sammála honum með að það sé óeðlilegt að ríkisfyrirtæki sé að vasast í einhverju sem er ekki í þeim geira sem það á að starfa í. En lausnin er ekki að selja fyrirtækið. Nei, vandamálið, minn kæri Sigurður Kári (og fleiri), er að forráðamaður ríkisfyrirtækisins er ekki að rækja skyldur sínar. Það á frekar að slá á puttana á honum, févíta eða reka. Það er hlutverk ríkisins og Alþingis að passa upp á að ríkisstarfsmenn geri það sem þeir eigi að gera og geri ekki það sem þeir eiga ekkert með að gera. Myndu Jón Ásgeir eða Björgólfur selja fyrirtæki sem færi út fyrir starfssvið sitt í heimildarleysi eða myndu þeir láta forstjórann sæta ábyrgð?
Ætli lausn Sjálfsstæðismanna verði sú að selja, ef Orkuveitan, verðandi hlutafélag í ríkiseigu, fer að vasast í rækjueldi, gagnalausnum með ljósleiðara eða eitthvað annað?
Er verið að búa til fordæmi?
Hvað sem því líður, þá finnst mér þessi lausn Sigurðar Kára afspyrnuvitlaus og ekki sæmandi hugsandi þingmanni.
4.9.2007 | 12:30
Bannað að vera með skilti gegn Bush?
Um daginn var verið að fjalla um hvernig höndla á mótmælendur í nærveru hans hátignar, Bush forseta annars.
Það er greinilegt að það er harðbannað að vera með skilti gegn Bush í Ammríku í dag. Bæði Kevin Egler frá Ohio og Jonas Phillips í Norður Karólínu hafa verið handteknir fyrir að vera með skilti sem á stendur "Impeach Bush".
Svo bendi ég bara á vefinn Impeach Bush ef menn vilja fræðast nánar um hvers vegna þessi skilti eru höfð uppi.
Svo hlýt ég að vera kominn á svartan lista hjá CIA, FBI, Bush-stjórninni og guð má vita hverjum fleiri fyrir þessa færslu
24.8.2007 | 09:23
Hvernig hakkarar réðust á yfir Eistland
Ég rakst á grein í tölvuritinu Wired. Þar er rakið hvernig hakkarar tóku yfir Eistland og hvernig Eistland brást við.
Eistland er oft sagt vera víraðasta (þ.e. best tengda) land Evrópu en allt kom fyrir ekki þegar rússneskir hakkarar ákváðu að hefna þess að eistnesk stjórnvöld fjarlægðu sovéskan minnisvarða um fallna hermenn í seinni heimstyrjöldinni. Það gerðist í apríl og mörgum er eflaust ferskt í minni óeirðir sem urðu í Tallinn vegna þessa.
Greinin er áhugaverð fyrir margar sakir og sýnir vel hversu berskjaldað eitt land getur verið gagnvart svona árásum. Og óneitanlega vakna upp spurningar um hvort íslensk stjórnvöld hafi leitt hugann að hvort svona geti gerst á Íslandi og hvort einhverjar ráðstafanir eða aðgerðir séu til ef svo skyldi verða.
23.8.2007 | 20:58
Burt með nauðgunarlyfið Flunitrazepam
Mig langar að vekja athygli á herferð Skessunnar gegn óþverralyfinu Flunitrazepam sem er notað sem nauðgunarlyf, þ.e. þvi er blandað í drykki og orsakar minnisleysi og almennt rænuleysi. Ég bendi líka á færslu sem hún skrifaði um lyfið og hvers vegna það ætti að vera fjarlægt af lyfjaskrá.
Ég hvet alla til að kynna sér þetta og bregðast við af mætti.
PS. Þess má geta að umrætt lyf er flokkað sem ólöglegt lyf í Bandaríkjunum og er ekki á lyfjaskrá þar, samkvæmt Wikipedia.
23.8.2007 | 09:26
Hvað er Bush að fela?
Bush stjórnin hefur verið dæmd í rétti til að láta af hendi tvær vísindaskýrslur um hlýnun jarðar. Hún hefur ítrekað hunsað tímamörk um að birta þær hingað til, þrátt fyrir að hún eigi að gera slíkt samkvæmt alríkislögum. Um er að ræða skýrslur sem sem stjórnvöld eiga að uppfæra og birta aðra þriðja hvert ár en hina fjórða hvert ár. Bush stjórnin hefur ekki viljað birta þær, þá fyrri síðan 2003 og hina síðari síðan 2000, þegar Clinton stjórnin gaf hana út.
21.8.2007 | 13:24
Klám fyrir konur
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.8.2007 | 13:47
Saga trúarbragðanna á 90 sekúndum
Hvernig hefur landafræði trúarbragðanna þróast síðustu 5000 ár? Nú er hægt að sjá það á 90 sekúndum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.8.2007 | 18:25
Tvær fyrir eina...
Það er skondið að sjá hversu sparir mbl.is blaðamennirnir eru á pappírinn, sérstaklega þar sem hann er ekki til staðar. Þeir smella saman tveimur fréttum í eina. Annars skil ég ekki hvers vegna sá sem er að fara Hólsfjallaveginn hafi yfirleitt áhuga á frétt stílaðri á vegfarendur um Vesturlandsveg. Nema hann smelli óvart á fréttina?
Vegfarendur um Vesturlandsveg sýni aðgát | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.8.2007 | 18:20
Ætli Ratsjárstofnun viti af þessu?
Spyr sá sem ekki veit. Sennilega er ekki nóg að tilgreina þrisvar sinnum (3) að Ratsjárstofnun væri á varðbergi og fylgdist með.
Svo vissi ég ekki betur en að loftrýmiseftirlitssvæði væri yfirleitt kallað lofthelgi. Kannski er það bara þegar ekki eru heræfingar hér.
Og hver veit ekki að Ísland tilheyri NATO?? Ég bara spyr. Sá hinn sami hefur þá væntanlega aldrei heyrt frasann: Ísland úr NATO, herinn burt!
Tilkynning utanríkisráðuneytis varðandi flug rússneskra herflugvéla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Gúrúinn lætur ljós sitt skína í myrkri annarra...
Nýjustu færslur
- Hættur á blog.is og farinn á the.guru.is
- Davíð útilokar ekki endurkomu í stjórnmálin.
- Hlutir settir í samhengi - með 2000 ára millibili
- Væntanlegur dómsmálaráðherra skilur ekki hvers vegna mótmælen...
- Hagfræði fyrir byrjendur!
- Flott "ekkisvar"
- Eina leiðin til að reka óráðamenn þar sem þeir hafa ekki siðg...
- Bankarnir þrír sameinaðir í einn: Gleðibankann
- "Ekkert að óttast - engin kreppa" segir Geir H. Haarde, nei f...
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- haiku
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- senryu
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- tanka
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Viska
- Vísindi og fræði
Nota Bene
Ýmislegt
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 37940
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar