Færsluflokkur: Bloggar

Skegg á skegg ofan (eða Úrslit heimsmeistarakeppninnar í alskegg- og yfirvarahárvexti 2007)

fullbfree2nd   Þar sem Gúrúinn hefur haldið uppi sprettu á grönum um nokkurt skeið fannst honum þessi keppni ansi áhugaverð. Uppskera Gúrúsins á nú langt í land með að ná þessum fræknu verðlaunapallaandlitsgróðri og hann hyggur ekkert á neinn frama í þeim efnum. Keppninni er hins vegar komið á framfæri hér öðrum til yndis og ánægjuauka.

Fá aðrir svona auglýsingu í "frétta"formi líka?

Þetta er ekki frétt heldur auglýsing um hvað sunnudagsblað Morgunblaðsins er spennandi lesning. Hér les meira að segja umfjallarinn sjálfur fréttatilkynningu sína eins og um eldheita skúbbfrétt sé að ræða. 

avertissement

Ég afþakka svona leyniauglýsingar í líki frétta.

Hafið fréttirnar og auglýsingarnar aðskildar, takk! 


mbl.is Íslenskur huldumaður í rússnesku viðskiptalífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Perrinn leikur ráðherrann í Mæðst í mörgu (The Thick of It) sem er sýnt á RÚV á miðvikukvöldum kl 21:15

300px-The_Thick_of_It_title_carden sú sería er einmitt gerð 2005. Kannski var perrinn að undirbúa sig undir það hlutverk? Hvað um það, þá er hann ekki með í aukaþáttunum sem sýndir voru á þessu ári.

 

Á RÚV að hætta sýningum á þáttaröðinni? Hvað finnst lesendum?


mbl.is Kunnur breskur leikari dæmdur fyrir að hafa barnaklám undir höndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er listinn yfir 10 menguðustu borgir og bæi of langur fyrir þessa frétt?

 

Má ekki setja tengil sem leiðir mann í burt frá moggablogginu? Eða hvers vegna er ekki settur tengill á síðuna þar sem listann er að finna fyrst ekki er pláss fyrir hann í fréttinni sjálfri?

linfen

 

Fyrir áhugasama þá er listinn þessi

Sumgayit, Azerbaijan
Linfen, China
Tianying, China
Sukinda, India
Vapi, India
La Oroya, Peru
Dzerzhinsk, Russia
Norilsk, Russia
Chernobyl, Ukraine
Kabwe, Zambia

og þetta er  tengillinn á BBC fréttina. Síðan hefur m.a. Time fjallað um þetta og mun ýtarlegar.

 

 


mbl.is Tíu menguðustu borgir og bæir á jörðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að bera í bakkafulla Britney (eða hvers vegna er verið að tala um að hún sé feit?)

 

  Frammistaða Britney Spears á MTV tónlistarhátiðinni um daginn hefur verið mikið rædd á kaffistofum landsins og  víðar. Það er mikið talað um að hún hafi verið feit, í lélegu formi, gat ekki dansað og lippsynkaði (þóttist syngja, hreyfði varirnar með afspiluðum söng). Hvað svo sem má segja um hana og frammistöðu hennar þar þá er eitt sem ég skil ekki.

 

  Britney Spears feit?? Hvað er fólk að tala um? Hún er ekki eins grönn eins og hún hefur stundum verið, hún er ekki eins grönn og Kate Moss eða aðrar ofurfyrirsætur sem tískuheimurinn snýst um og hún er ekki eins grönn og Nicole Richie. Hún er ekki sleikjóstelpa, þ.e. eins og sleikipinni í laginu. 

 

 

Á hún að vera eins og myndin til hægri? Er þá hægt að segja að hún sé grönn? Kommon, fólk. Britney er ekki feit. Ekki einu sinni hægt að kalla hana svapholda.

 

Ég vil frekar hafa Britney eins og hún var á MTV heldur en eins og fyrirsætan (væntanlega sáluga) hér til hægri. En hún dansaði illa, er í slæmu formi og var ekki í takti við sjálfa sig. En það er ekki til umræðu hér.


Britney grét baksviðs (senryu)

Framtíð ferilsins

er nú ráðin - af dögum

Britney grét baksviðs 


mbl.is Spears sögð hafa grátið baksviðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Gúrúinn lætur ljós sitt skína í myrkri annarra...

Höfundur

Gúrúinn
Gúrúinn

Tölvuvesenisti, skáld, pistlahöfundur, eiginmaður, faðir, vinur svo fátt eitt sé nefnt.

Vandamálið við almenna skynsemi er að hún er alls ekki almenn!

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Í samhengi
  • Í samhengi
  • Hvers vegna borðar fólkið ekki kökur?
  • EinarOgAuglýsingin
  • EinarOgAuglýsingin

Nota Bene

Ýmislegt

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 38157

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband