Færsluflokkur: Bloggar
23.9.2007 | 17:46
Skegg á skegg ofan (eða Úrslit heimsmeistarakeppninnar í alskegg- og yfirvarahárvexti 2007)

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.9.2007 | 09:56
Kristján afsakar (senryu)
Kristján afsakar
án þess að hafa meint það
hvar er Marshallinn?
![]() |
Kristján biðst afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.9.2007 | 09:37
Fá aðrir svona auglýsingu í "frétta"formi líka?
Þetta er ekki frétt heldur auglýsing um hvað sunnudagsblað Morgunblaðsins er spennandi lesning. Hér les meira að segja umfjallarinn sjálfur fréttatilkynningu sína eins og um eldheita skúbbfrétt sé að ræða.
Ég afþakka svona leyniauglýsingar í líki frétta.
Hafið fréttirnar og auglýsingarnar aðskildar, takk!
![]() |
Íslenskur huldumaður í rússnesku viðskiptalífi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.9.2007 | 19:35
Sálufélagar (senryu)
Við döðrum saman
og skiljum í kjölfarið
- sálufélagar
![]() |
Daður á netinu endar með skilnaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.9.2007 | 16:46
Perrinn leikur ráðherrann í Mæðst í mörgu (The Thick of It) sem er sýnt á RÚV á miðvikukvöldum kl 21:15
en sú sería er einmitt gerð 2005. Kannski var perrinn að undirbúa sig undir það hlutverk? Hvað um það, þá er hann ekki með í aukaþáttunum sem sýndir voru á þessu ári.
Á RÚV að hætta sýningum á þáttaröðinni? Hvað finnst lesendum?
![]() |
Kunnur breskur leikari dæmdur fyrir að hafa barnaklám undir höndum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
15.9.2007 | 09:37
Er listinn yfir 10 menguðustu borgir og bæi of langur fyrir þessa frétt?
Má ekki setja tengil sem leiðir mann í burt frá moggablogginu? Eða hvers vegna er ekki settur tengill á síðuna þar sem listann er að finna fyrst ekki er pláss fyrir hann í fréttinni sjálfri?
Fyrir áhugasama þá er listinn þessi
og þetta er tengillinn á BBC fréttina. Síðan hefur m.a. Time fjallað um þetta og mun ýtarlegar.
![]() |
Tíu menguðustu borgir og bæir á jörðinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.9.2007 | 13:18
Að bera í bakkafulla Britney (eða hvers vegna er verið að tala um að hún sé feit?)
Frammistaða Britney Spears á MTV tónlistarhátiðinni um daginn hefur verið mikið rædd á kaffistofum landsins og víðar. Það er mikið talað um að hún hafi verið feit, í lélegu formi, gat ekki dansað og lippsynkaði (þóttist syngja, hreyfði varirnar með afspiluðum söng). Hvað svo sem má segja um hana og frammistöðu hennar þar þá er eitt sem ég skil ekki.
Britney Spears feit?? Hvað er fólk að tala um? Hún er ekki eins grönn eins og hún hefur stundum verið, hún er ekki eins grönn og Kate Moss eða aðrar ofurfyrirsætur sem tískuheimurinn snýst um og hún er ekki eins grönn og Nicole Richie. Hún er ekki sleikjóstelpa, þ.e. eins og sleikipinni í laginu.
Á hún að vera eins og myndin til hægri? Er þá hægt að segja að hún sé grönn? Kommon, fólk. Britney er ekki feit. Ekki einu sinni hægt að kalla hana svapholda.
Ég vil frekar hafa Britney eins og hún var á MTV heldur en eins og fyrirsætan (væntanlega sáluga) hér til hægri. En hún dansaði illa, er í slæmu formi og var ekki í takti við sjálfa sig. En það er ekki til umræðu hér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.9.2007 | 07:10
Skapstillandi? (senryu)
Trúboð mun hafa
skapstillandi áhrif á
sauðdrukkinn mannskap
![]() |
Geir Jón telur trúboð leysa miðborgarvanda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.9.2007 | 17:20
Britney grét baksviðs (senryu)
er nú ráðin - af dögum
Britney grét baksviðs
![]() |
Spears sögð hafa grátið baksviðs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Gúrúinn lætur ljós sitt skína í myrkri annarra...
Nýjustu færslur
- Hættur á blog.is og farinn á the.guru.is
- Davíð útilokar ekki endurkomu í stjórnmálin.
- Hlutir settir í samhengi - með 2000 ára millibili
- Væntanlegur dómsmálaráðherra skilur ekki hvers vegna mótmælen...
- Hagfræði fyrir byrjendur!
- Flott "ekkisvar"
- Eina leiðin til að reka óráðamenn þar sem þeir hafa ekki siðg...
- Bankarnir þrír sameinaðir í einn: Gleðibankann
- "Ekkert að óttast - engin kreppa" segir Geir H. Haarde, nei f...
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- haiku
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- senryu
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- tanka
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Viska
- Vísindi og fræði
Nota Bene
Ýmislegt
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.4.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 38157
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar