Færsluflokkur: Bloggar
1.3.2007 | 18:05
Bubbi fallinn - í verði!
![]() |
Bubba Morthens dæmdar bætur fyrir meiðyrði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.3.2007 | 17:56
Of seint í rass Önnu gripið
Einhver sagði að "hindsight is always 20/20". Það er afskaplega auðvelt að vera vitur eftir á og segja að eitthvað hefði virkað. Ég ætti að vita það, öll bestu tilsvörin koma jú alltaf löngu eftir að tækifærið er liðið.
Hvað með Courtney Love, John? Hjálpa henni. Eða Whitney. Koma svo!
![]() |
Travolta segir að Vísindakirkjan hefði getað komið Önnu Nicole til bjargar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2007 | 17:51
Fésektir & fangelsi
Það er það eina sem dugir á svona glæpona. Því þetta eru ekkert annað en glæpamenn. Spáið í þetta: tveir teknir í annað skiptið á innan við mánuði! Enn annar sem hefur alloft áður komið við sögu vegna umferðarlagabrota! Nokkrir teknir á tvöföldum hámarkshraða.
Það á að fara með þetta eins og um sé að ræða tilraun til manndráps enda er þetta ekkert annað!
![]() |
17 ára á 135 km hraða í Ártúnsbrekkunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.3.2007 | 17:30
Pétur og ég
![]() |
Baðst afsökunar á ummælum um SÁÁ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2007 | 17:25
Vaskur stjóri verslunar
Söluskálinn á
Egilsstöðum lækkar ei
verð á matvælum
Vaskur stjóri verslunar
varast að breyta verði
![]() |
Söluskáli KHB lækkaði ekki verð í morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2007 | 13:20
100 kr. lokka
Hundrað kall lokkar
hundruð karla og kvenna
í strætó í mars
![]() |
Lagt til að fargjald í strætó lækki í 100 krónur í mars |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2007 | 13:17
Höfuðhandklæði
Höfuðhandklæði
kann að valda leikhættu
kvað sparkdómarinn
![]() |
Bannað að leika knattspyrnu með handklæði á höfði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2007 | 09:16
Meira einelti ...
![]() |
Ástralskir skólar loka á YouTube |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2007 | 08:40
Heiðmerkurljóð
Þættinum barst tölvubréf:
Gunnar hefur holdin best
hulin vænni puru
Sagður elska ýtur mest
en ekki greni og furu
Kópavogi ríkur réð
með ráðslag allt til sóma
Undirhöku hnellna með
og heldur digurróma
Reykjavík er ríki eitt
sem ræflar einir byggja
og gera flestum lífið leitt
og landsmenn aðra hryggja
Dólgar réðu veitu vatns-
og vildu á henni græða
Þá mælti Gunnar mikið hvass:
"Vér munum eigi blæða"
Sendi ýtur allar skjótt
- ítem gröfur vænar -
upp í Heiðmörk undir nótt
og atti á hlíðar grænar
Það frétti peysu- lopa- lið
og lagsmenn kommónista
og upphóf skjótt að sínum sið
að senda kærulista
Engra griða Gunnar bað
- geystist skjótt í slaginn -
féndur alla í kútinn kvað
í Kastljósi um daginn
Skelfir Gunnar skógarmenn
sem skæður refsilogi
Sílspikaður situr enn
í sæmd í Kópavogi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.2.2007 | 07:38
Þetta framboð hefur þegar klofnað
Aldraðir gátu ekki sætt sig við miklar áherslur öryrkja á sýn mál og töldu sér ekki stætt á að halda framboðinu áfram með þeim en hyggjast nú bjóða fram sjálfur undir merkjum öldrunar.
"Aldraðir eiga fullt erindi á þing enda er minnisleysi einn helsti kostur stjórnmálamanna og því ljóst að í okkar ranni er mikið af frambærilegum pólitíkusum", sagði Jón Magnússon, maður á eldri árum. Aðspurður mundi hann ekki eftir því að hafa gengið nýlega í Frjálslynda flokkinn en benti á að ef svo væri þá sýndi það frá á hversu mikla hæfileika hann hefði fram að færa á hinu háa en alltof unggæðingslega Alþingi.
![]() |
Stefnt að stofnun nýs stjórnmálaafls: Áherslum í samfélaginu verði breytt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Gúrúinn lætur ljós sitt skína í myrkri annarra...
Nýjustu færslur
- Hættur á blog.is og farinn á the.guru.is
- Davíð útilokar ekki endurkomu í stjórnmálin.
- Hlutir settir í samhengi - með 2000 ára millibili
- Væntanlegur dómsmálaráðherra skilur ekki hvers vegna mótmælen...
- Hagfræði fyrir byrjendur!
- Flott "ekkisvar"
- Eina leiðin til að reka óráðamenn þar sem þeir hafa ekki siðg...
- Bankarnir þrír sameinaðir í einn: Gleðibankann
- "Ekkert að óttast - engin kreppa" segir Geir H. Haarde, nei f...
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- haiku
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- senryu
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- tanka
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Viska
- Vísindi og fræði
Nota Bene
Ýmislegt
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.9.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 38582
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar