Færsluflokkur: Bloggar

Snilldarúttekt á týpum fréttabloggara

Ég rakst á snilldarúttekt á týpum fréttabloggara og verð að leyfa öðrum að njóta hennar líka.

Hvernig kaffi ertu?

 Ég er  Bankakaffi.

 

Samkvæmt því er ég harðduglegur og vinnusamur einstaklingur sem mætir fyrstur allra á kontórinn og fer síðastur heim. Vinnufélagar mínir líta upp til mín og hugsa með sér í hljóði hvaðan ég fái alla þessa orku.

 

Þeir vita ekki sem er. Ég fær nefnilega allan dugnaðinn úr bankakaffinu góða.

 

Bankakaffi er samheiti fyrir gamla góða uppáhellinginn en dregur nafn sitt af ókeypis kaffi í bönkum. VARÚÐ: Ef bankakaffi fær að standa á brúsanum of lengi verður það súrt.

 

 

Samkvæmt kaffiprófinu er ég
Bankakaffi!
..sívinsælt og bráðnauðsynlegt.
Hvernig kaffi ert þú eiginlega?

Saga trúarbragðanna á 90 sekúndum

 

 

 

   Hvernig hefur landafræði trúarbragðanna þróast síðustu 5000 ár?    Nú er hægt að sjá það á 90 sekúndum.


Hvað sagði Matarazzi við Zidane á HM? Loksins upplýst!

par1467080.widec

 

Materazzi er loksins búinn að upplýsa hvað það var sem hann sagði sem tryllti Zidane á úrslitaleik HM.

 

Á bls. 21 í óútkominni sjálfsæfisögu Materazzi upplýsir hann orðin frægu sem enginn hefur vitað hingað til. Bókin kemur víst út um mánaðarmótin og hingað til hefur Materazzi neitað að tjá sig um málið og ekki hefur verið hægt að draga það upp úr Zidane sjálfum.

 

“I prefer the whore that is your sister,” skrifar Materazzi. Lesa má nánar um þetta hérna.


Sultukeppni og grænmetismarkaður

 

Fjölskyldan skrapp upp í Mosfellsdal á grænmetismarkaðinn þar. Við höfum lengi ætlað að fara og nokkrum sinnum rennt við en þá var enginn markaður í gangi. Nú höfðum við erindið sem erfiði og upplifðum lokin á sultukeppninni.

 

Við keyptum helling af hollustu og tvær krukkur af sultu en fórum áður en úrslit sultukeppninnar lágu fyrir, enda skemmtilegra að velta því fyrir sér hvort maður hafi nú rambað á úrvalssultuna sem hlaut náð fyrir augum og bragðlaukum sultudómnefndarinnar.

 

Það verður amk mikil pæling yfir ísnum með hindberjasultunni hvort hún hafi unnið eða hvort rabbabarasultan með klementínum og engifer hafi haft betur. Hvort sem er þá hafa bragðlaukarnir okkar unnið, því þetta eru úrvals sultur báðar tvær. 


Tvær fyrir eina...

Mynd_0204189

 

 

Það er skondið að sjá hversu sparir mbl.is blaðamennirnir eru á pappírinn, sérstaklega þar sem hann er ekki til staðar. Þeir smella saman tveimur fréttum í eina. Annars skil ég ekki hvers vegna sá sem er að fara Hólsfjallaveginn hafi yfirleitt áhuga á frétt stílaðri á vegfarendur um Vesturlandsveg. Nema hann smelli óvart á fréttina? 


mbl.is Vegfarendur um Vesturlandsveg sýni aðgát
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætli Ratsjárstofnun viti af þessu?

 

 

 

   Spyr sá sem ekki veit. Sennilega er ekki nóg að tilgreina þrisvar sinnum (3) að Ratsjárstofnun væri á varðbergi og fylgdist með.

 

  Svo vissi ég ekki betur en að loftrýmiseftirlitssvæði væri yfirleitt kallað lofthelgi. Kannski er það bara þegar ekki eru heræfingar hér.

 

 

 

 

 

 

Og hver veit ekki að Ísland tilheyri NATO?? Ég bara spyr. Sá hinn sami hefur þá væntanlega aldrei heyrt frasann: Ísland úr NATO, herinn burt! 


mbl.is Tilkynning utanríkisráðuneytis varðandi flug rússneskra herflugvéla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stærsta og besta gjöfin!

Myndin vill ekki koma inn, þið verðið því að smella hér!

Stoppum ruslpóstinn!

 

 

 

 

Það er miklu áhrifaríkara og betra að stoppa ruslpóstinn áður en hann kemur inn um lúguna í stað þess að gera okkur öll að ruslpóstburðarmönnum  sem berum póstinn í þartilgerðar (sjálfstæðis?)bláar ruslatunnur.  Eins og er er ekki hægt að stoppa Blaðið, Fréttablaðið og annan ruslpóst nema með því að líma viðeigandi miða á hurðina hjá sér (ég væri þá með þrjá miða á útidyrunum hjá mér - smekklegt eða hitt þó heldur).

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég vil ekki sjá þennan ruslpóst og ræddi eitt sinn ítarlega um þessi mál við yfirmann Íslandspósts. Þar kom fram að þótt hægt sé að fá miða sem afþakkar ruslpóst þá getur hvaða viðskiptavinur Íslandspósts, þ.e. sá sem greiðir Íslandspósti fyrir að dreifa ruslinu sínu, farið fram á að þessi miði sé ekki virtur. Póstburðarmenn eiga því ekki að taka mark á þeim hús- og íbúðareigendum  sem hafa freistast til að gera heimili sitt að merkispjaldi með bannmiðum ruslpósts, ekki einu sinni þótt téðir eigendur hafi vingast við póstberann.

 

 

 

 

 

 

Ég vil því að gamli góði Villi og aðrir einbeiti sér að því að stoppa ruslpóstinn í stað þess að virkja okkur í sóuninni og gera okkur meðvirk. Svona bláar ruslafötur kaupir enginn nema sá sem nennir að fara nú þegar með ruslpósts- og blaðahauginn á Sorpu eða þá staði sem taka við pappír til endurvinnslu. Enda er það miklu ódýrara og betra fyrir umhverfið að framleiða ekki pappírshauga til að endurnýta og endurvinna. Það hljóta allir að sjá.

 

 


mbl.is Borgarstjóri fær bláa pappírstunnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Gúrúinn lætur ljós sitt skína í myrkri annarra...

Höfundur

Gúrúinn
Gúrúinn

Tölvuvesenisti, skáld, pistlahöfundur, eiginmaður, faðir, vinur svo fátt eitt sé nefnt.

Vandamálið við almenna skynsemi er að hún er alls ekki almenn!

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Í samhengi
  • Í samhengi
  • Hvers vegna borðar fólkið ekki kökur?
  • EinarOgAuglýsingin
  • EinarOgAuglýsingin

Nota Bene

Ýmislegt

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband