Britney grét baksviðs (senryu)

Framtíð ferilsins

er nú ráðin - af dögum

Britney grét baksviðs 


mbl.is Spears sögð hafa grátið baksviðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

gert að vinna út þriggja mánaða uppsagnarfrest, sem ég að sjálfsögðu gerði ekki...

Að sjálfsögðu ekki.

Enda hvers vegna ætti maður að virða samninginn sem maður gerir, þótt hann sé 12 eða 18 ára gamall.

Mér finnst þetta segja margt um Elínu þótt ég þekki hana ekkert. Og ríkjandi viðhorf í landinu.

Hvers vegna að láta vaða yfir sig með því að heimta að maður standi við samninga? Samninga sem eru tvíhliða og maður yrði rasandi ef viðsemjandinn sýndi minnstu tilburði til að heiðra þá ekki. En þegar spjótin standa á manni sjálfum að heiðra þá, þá er í lagi að gefa þeim fingurinn.Eða hvað?


mbl.is Elínu Gestsdóttur sagt upp störfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

erlent vinnuafl (senryu)

erlent vinnuafl

bjargar málum enn á ný

samverjar í raun 


mbl.is Útlendingar bjarga málum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að blogga' í haiku

Að blogga' í haiku
stíl er mörgum ofviða
- orðin eru þung

Sigurður Kári Kristjánsson

Ég skil ekki hvernig Sigurður Kári Kristjánsson hugsar. Hann er búinn að vera að býsnast út af því að Íslandspóstur sé í samkeppni við önnur fyrirtæki og sé komið langt út fyrir verksvið sitt sem er að senda póst. Hann vill því selja fyrirtækið. 

Ég er sammála honum með að það sé óeðlilegt að ríkisfyrirtæki sé að vasast í einhverju sem er ekki í þeim geira sem það á að starfa í. En lausnin er ekki að selja fyrirtækið. Nei, vandamálið, minn kæri Sigurður Kári (og fleiri), er að forráðamaður ríkisfyrirtækisins er ekki að rækja skyldur sínar. Það á frekar að slá á puttana á honum, févíta eða reka. Það er hlutverk ríkisins og Alþingis að passa upp á að ríkisstarfsmenn geri það sem þeir eigi að gera og geri ekki það sem þeir eiga ekkert með að gera. Myndu Jón Ásgeir eða Björgólfur selja fyrirtæki sem færi út fyrir starfssvið sitt í heimildarleysi eða myndu þeir láta forstjórann sæta ábyrgð?

Ætli lausn Sjálfsstæðismanna verði sú að selja, ef Orkuveitan, verðandi hlutafélag í ríkiseigu, fer að vasast í rækjueldi, gagnalausnum með ljósleiðara eða eitthvað annað?

Er verið að búa til fordæmi? 

Hvað sem því líður, þá finnst mér þessi lausn Sigurðar Kára afspyrnuvitlaus og ekki sæmandi hugsandi þingmanni.


Bannað að vera með skilti gegn Bush?

  Um daginn var verið að fjalla um hvernig höndla á mótmælendur í nærveru hans hátignar, Bush forseta annars.

 

  Það er greinilegt að það er  harðbannað að vera með skilti gegn Bush í Ammríku í dag. Bæði Kevin Egler frá Ohio og Jonas Phillips í Norður Karólínu hafa verið handteknir fyrir að vera með skilti sem á stendur "Impeach Bush".

 

Svo bendi ég bara á  vefinn Impeach Bush ef menn vilja fræðast nánar um hvers vegna þessi skilti eru höfð uppi.

 

Svo hlýt ég að vera kominn á svartan lista hjá CIA, FBI, Bush-stjórninni og guð má vita hverjum fleiri fyrir þessa færslu Grin


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Gúrúinn lætur ljós sitt skína í myrkri annarra...

Höfundur

Gúrúinn
Gúrúinn

Tölvuvesenisti, skáld, pistlahöfundur, eiginmaður, faðir, vinur svo fátt eitt sé nefnt.

Vandamálið við almenna skynsemi er að hún er alls ekki almenn!

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Í samhengi
  • Í samhengi
  • Hvers vegna borðar fólkið ekki kökur?
  • EinarOgAuglýsingin
  • EinarOgAuglýsingin

Nota Bene

Ýmislegt

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 38165

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband