Lífræn rafhlaða?

 

 

   Risafyrirtækið Sony segist hafa búið til lífræna rafhlöðu sem framleiðir rafmagn úr sykri með hjálp ensíma. Þegar hefur verið búin til rafhlaða sem framleiðir nóg rafmagn til að spila tónlist af minnislykli.


Hvernig hakkarar réðust á yfir Eistland

 

Ég rakst á grein í tölvuritinu Wired. Þar er rakið  hvernig hakkarar tóku yfir  Eistland og  hvernig Eistland brást við. 

 

Eistland er oft sagt vera víraðasta (þ.e. best tengda) land Evrópu en allt kom fyrir ekki þegar rússneskir hakkarar ákváðu að hefna þess að eistnesk stjórnvöld fjarlægðu sovéskan minnisvarða um fallna hermenn í seinni heimstyrjöldinni. Það gerðist í apríl og mörgum er eflaust ferskt í minni óeirðir sem urðu í Tallinn vegna þessa. 

 

Greinin er áhugaverð fyrir margar sakir og sýnir vel hversu berskjaldað eitt land getur verið gagnvart svona árásum. Og óneitanlega vakna upp spurningar um hvort íslensk stjórnvöld hafi leitt hugann að hvort svona geti gerst á Íslandi og hvort einhverjar ráðstafanir eða aðgerðir séu til ef svo skyldi verða. 


Burt með nauðgunarlyfið Flunitrazepam

Mig langar að vekja athygli á herferð Skessunnar gegn óþverralyfinu Flunitrazepam sem er notað sem nauðgunarlyf, þ.e. þvi er blandað í drykki og orsakar minnisleysi og almennt rænuleysi. Ég bendi líka á færslu sem hún skrifaði um lyfið og hvers vegna það ætti að vera fjarlægt af lyfjaskrá. 

Ég hvet alla til að kynna sér þetta og bregðast við af mætti. 

PS. Þess má geta að umrætt lyf er flokkað sem ólöglegt lyf í Bandaríkjunum og er ekki á lyfjaskrá þar, samkvæmt Wikipedia.


Skýin séð ofan frá - 3 klst gamlar myndir

Nú er hægt að skoða skýjamyndir teknar úr gerfitungli. Hægt er að skoða alla jörðina.

Hvað er Bush að fela?

Global-Warming-Approaching23jan05

 

 

 

Bush stjórnin hefur verið dæmd í rétti til að láta af hendi tvær vísindaskýrslur um hlýnun jarðar. Hún hefur ítrekað hunsað tímamörk um að birta þær hingað til, þrátt fyrir að hún eigi að gera slíkt samkvæmt alríkislögum. Um er að ræða skýrslur sem sem stjórnvöld eiga að uppfæra og birta  aðra þriðja hvert ár en hina fjórða hvert ár. Bush stjórnin hefur ekki viljað birta þær, þá fyrri síðan 2003 og hina síðari síðan 2000, þegar Clinton stjórnin gaf hana út.


Meira dónó: margra daga orgíur!

Perrinn ég skemmti mér konunglega yfir allítarlegum lýsingum á margra daga kynlífssvallveislum. Ú JE!jkon368l

Klám fyrir konur

  Mér datt í hug að benda á nokkrar myndir úr bókinni "Porn for Women" sem kom út hjá The Cambridge Women’s Pornography Cooperative.

Ekki rétt farið með staðreyndir í þessari frétt!

Skype hrundi vegna þess að sjálfvirkar stýrikerfisuppfærslur frá Microsoft endurræstu sjálfvirkt tölvur notenda. Annan þriðjudag hvers mánaðar, sem er kallaður Patch Tuesday,  sendir Microsoft frá sér plástra og lagfæringar. Þegar menn nota sjálfvirka skýrikerfisuppfærslubúnaðinn sem fylgir Windows þá sækir hann þessa plástra og lagfæringar og lagar stýrikerfi tölvunnar sé þess þörf. 

Oftar en ekki fylgir endurræsing tölvunnar í kjölfarið. Ef kveikt er á tölvunni allan sólarhringinn þá þarf notandinn ekkert að verða var við þetta, hann getur verið sofandi eða í vinnunni (eða að tefla við páfann ef svo ber undir). 

Frétt mbl.is er því röng. Notendur endurræstu ekki tölvurnar sínar og uppfærslan átti sér ekki stað á Skype-forritinu. Rétt er þó að netþjónar Skype önnuðu ekki þessum fjölda endurtengina og því fór sem fór.

Skype segir frá þessu. 


mbl.is Tölvukerfi Skype þoldi ekki álagið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Gúrúinn lætur ljós sitt skína í myrkri annarra...

Höfundur

Gúrúinn
Gúrúinn

Tölvuvesenisti, skáld, pistlahöfundur, eiginmaður, faðir, vinur svo fátt eitt sé nefnt.

Vandamálið við almenna skynsemi er að hún er alls ekki almenn!

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Í samhengi
  • Í samhengi
  • Hvers vegna borðar fólkið ekki kökur?
  • EinarOgAuglýsingin
  • EinarOgAuglýsingin

Nota Bene

Ýmislegt

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 38165

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband