Hvers vegna er ekki bloggtengill við sumar fréttir á mbl.is?

Ég hef tekið eftir því undanfarið að sumar fréttir á mbl.is er ekki hægt að blogga við. Er þetta einhver stefnubreyting hjá mbl.is? Þeir hafa að vísu tekið út bloggtengilinn við slysafréttir (eftir mikið ámæli fyrr í sumar) en ég vissi ekki að það væri ákveðin ritskoðun í gangi um hvaða aðrar fréttir mætti ekki blogga um. 

Ein þeirra er niðurstaða  DNA-rannsóknar sem bendir sterklega til að Lúðvík sé ekki Gizurarson heldur Hermannsson Jónassonar, fyrrv. forsætisráðherra. Gott og vel, bloggar mbl gætu einhverjir bloggað ógætilega um það og kannski á særandi hátt fyrir aðstandendur. En svo er ekki um tækni- og vísindafréttina um "neindina" risastóru sem fannst nýverið. Hvers vegna má ekki blogga um hana?

Kannski maður skutli pósti á moggabloggmenn og fái úr því skorið hvaða mælistiku er beitt að þessa ritskoðun. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ásgeirsson

Þú svarar spurningunni sjálfur. 

"Gott og vel, bloggar mbl gætu einhverjir bloggað ógætilega um það og kannski á særandi hátt fyrir aðstandendur.  "

Gísli Ásgeirsson, 28.8.2007 kl. 17:31

2 Smámynd: Gúrúinn

Já en Gísli, hvers vegna er þá ekki hægt að blogga um "neindina"? Er hægt að blogga ógætilega um hana og særa aðstandendur? Hvað veldur því?

Gúrúinn, 28.8.2007 kl. 17:40

3 identicon

Ég sendi fyrirspurn í tölvupósti þar sem ég spurði af hverju ekki væri hægt að blogga um eina íþróttafrétt sem ég sá og svo aðra frétt um Netkaffi og heimilislaus. Mér var sagt að þetta hefðu verið mistök og það var lagfært

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 18:00

4 Smámynd: Gúrúinn

Þau eru þá orðin æði mörg mistökin hjá þeim síðustu dagana.

Mig grunar nú frekar að mbl.is sé að minnka bloggtengingarnar í kjölfar vaxandi óánægju og brotthvarfs margra þungaviktarbloggara. Er það þess vegna sem nýjasta útspilið þeirra, Heitar umræður, sem á að taka við sem mælistika á bloggvinsældir svo annar Bolur dúkki ekki upp.

Hins vegar er þess örugglega ekki langt að bíða þar til Bolsaðferð verði beitt á hana til að næla sér í heitustu umræðuna.

Gúrúinn, 28.8.2007 kl. 18:29

5 Smámynd: Gísli Ásgeirsson

Þú hefur lög að mæla með Neindina. Ég sá að frétt um Mont Blanc hlaupið bauð ekki upp á bloggfærslu og ekki heldur frásögn af meintri sjálfsvígstilraun leikara í Hollywood.  

Annars er fyrsti Umræðubolurinn byrjaður að þreifa fyrir sér en hefur ekki erindi sem erfiði. 

Gísli Ásgeirsson, 28.8.2007 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gúrúinn lætur ljós sitt skína í myrkri annarra...

Höfundur

Gúrúinn
Gúrúinn

Tölvuvesenisti, skáld, pistlahöfundur, eiginmaður, faðir, vinur svo fátt eitt sé nefnt.

Vandamálið við almenna skynsemi er að hún er alls ekki almenn!

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Í samhengi
  • Í samhengi
  • Hvers vegna borðar fólkið ekki kökur?
  • EinarOgAuglýsingin
  • EinarOgAuglýsingin

Nota Bene

Ýmislegt

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 37663

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband