Færsluflokkur: Lífstíll

Single Awareness Day

Í dag halda margir upp á Valentínusardaginn og gefa mörg pör og verðandi pör hvoru öðru einhverjar gjafir vegna þess. Gjafahefðin er nýtilkomin sem reyndar dagurinn sjálfur á Íslandi og er gott dæmi um hversu miklar kaupkindur Íslendingar eru að láta pranga inn á sig svona ammrískum cheesy-day.

 Hins vegar hafa margir sem eru einhleypir ekkert við þennan Valentínusardag að gera enda ekki gaman að vera til þegar maður fær engar gjafir og hefur engan til að dekra við. Þess vegna hafa einhleypir tekið upp einhleypingadaginn eða Single Awareness Day. Þeir hópast þá saman til að ýmist halda upp á einhleypuna eða sýta hana.

Ég styð einhleypinga heils hugar enda hef ég verið einn af þeim. Því segi ég: Happy SAD!


Það besta sem til er?

Ég veit fátt betra en að vakna snemma, helst fyrir kl 6 og vera einn að sötra morgunkaffið, lesa blöðin, bæði á pappír og netinu og vinna smá ef ég þarf þess. Það er svo mikil kyrrð og ró á þessum tíma að maður kemur heilmiklu í verk, sennilega er klukkutíminn milli 6 og 7 megnið af þessum 20% sem maður afkastar yfir daginn.

Þar fyrir utan nær maður að hlaða batteríin og er miklu meðvitaðri um daginn einhvern veginn. Þetta er nánast hugleiðsla.

Fyrir þá sem ekki hafa prófað þá mæli ég eindregið með þessu.


« Fyrri síða

Um bloggið

Gúrúinn lætur ljós sitt skína í myrkri annarra...

Höfundur

Gúrúinn
Gúrúinn

Tölvuvesenisti, skáld, pistlahöfundur, eiginmaður, faðir, vinur svo fátt eitt sé nefnt.

Vandamálið við almenna skynsemi er að hún er alls ekki almenn!

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Í samhengi
  • Í samhengi
  • Hvers vegna borðar fólkið ekki kökur?
  • EinarOgAuglýsingin
  • EinarOgAuglýsingin

Nota Bene

Ýmislegt

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 37674

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband